Telur góðar horfur á frekari vexti UFS-markaðarins

Peter Mason frá Barclays-banka segir að UFS-markaðurinn komi til með …
Peter Mason frá Barclays-banka segir að UFS-markaðurinn komi til með að vaxa í Evrópu en að minni áhugi sé til staðar í Bandaríkjunum. Eggert Jóhannesson

Ein stærsta evrópska skuldabréfaráðstefna ársins á vegum ECBC fór fram hér á landi í síðustu viku.

European Covered Bond Council (ECBC) eru samtök útgefenda sértryggðra skuldabréfa í Evrópu. Samtökin eru tengd European Mortgage Federation (EMF) sem eru regnhlífarsamtök evrópskra húsnæðislánaveitenda.

Á ráðstefnunni stýrði Peter Mason frá Barclays-banka pallborði þar sem fjármálastjórar stóru viðskiptabankanna sátu fyrir svörum. 

Einnig var fjallað nokkuð um UFS-áherslur bankanna, það er áhersluna á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti, sem hafa verið til umfjöllunar á liðnum árum.

Sífellt meiri áhersla

Peter segir að markaðurinn fyrir græn skuldabréf fari vaxandi og fyrirtæki leggi sífellt meiri áherslu á UFS-þætti, einkum í Evrópu. Áhuginn í Bandaríkjunum á þeim fjármálavörum fari þó minnkandi.

„Ég tel að minnkandi áhugi þar hafi mikið með pólitík að gera. Áhuginn mun þó vaxa enn meira í Evrópu að sama skapi. Við sjáum að í Evrópu er meiri peningur að fara inn í UFS-sjóði, við sjáum ríki gefa út græn skuldabréf ásamt fjármálastofnunum og fyrirtækjum og almennt er meiri áhersla þar á þennan eignaflokk,“ segir Peter og bendir á að í Bandaríkjunum sé útflæði úr UFS-sjóðum.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK