Áki Gränz

Svanhildur Eiríksdóttir

Áki Gränz

Kaupa Í körfu

Steinafígúrur Áka Gränz hafa vakið athygli og gert bæinn sýnilegri "Þegar ég fer að hugsa um það núna þá eru rúm tíu ár síðan ég fékk þessa hugmynd fyrst. Þá lagði ég til að steinfígúrum yrði komið fyrir á uppfyllingunni sem ráðgert var að hlaða meðfram fjörunni á Fitjum," sagði Áki Gränz í samtali við Morgunblaðið. Ekki er útséð um að sú hugmynd verði að veruleika, nema hvað uppfyllingin sem verið er að reisa nú til verndar landbroti við Fitjar er úti í hafi. Samkvæmt teikningum sem blaðamaður fékk að líta á hjá Áka er í nýjustu hugmynd hans líkt og tvær konur standi vörð sín á hvorum tanganum. MYNDATEXTI: Fjölskyldan í Grænási: Steinafígúrur Áka Gränz eru nú orðnar tíu talsins og honum finnst vera komið nóg í bili. Hér er hann með fjölskyldunni sem trónir efst í Grænási. Menn ræða mikið um fígúrurnar og einhverjir vilja meina að konan sem er önnur frá hægri sé ófrísk og að unglingurinn, lengst til hægri, sé að sligast undan byrðum. Allt fer þetta eftir því hvernig menn horfa á verkin og hvernig birtuskilyrðin eru.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar