Sparnaður er eins og megrunarkúr

Það sækjast kannski ekki allar konur eftir því að vera grannar með fullt veski af peningum, en staðreyndin er samt sú að það er draumur margra kvenna. Vefmiðillinn Forbes leitaði til tveggja fjármálasérfræðinga sem segja að vel sé hægt að setja megranir og sparnað í sama flokk. Þetta gangi í raun út á það sama, að spara hitaeiningar og það þurfi alls ekki að vera leiðinlegt að vera til þótt hitaeiningunum fækki.

Nancy L. Skeans hjá Schneider Downs Wealth Management Advisors í Pittsburgh, segir að fólk þurfi að hugsa um sparnað á svipaðan hátt og lífstílsbreytingu. Það sé mikilvægt að fylgjast með eyðslunni líkt og við værum að telja hitaeiningar. Með því að fylgjast vel með neyslunni sé auðveldara að koma fjármálunum í lag í eitt skipti fyrir öll, án þess að lífið verði hundleiðinlegt.

„Haltu bókhald yfir eyðsluna. Þegar fólk er í megrun sleppir það rauðvínsglösunum og súkkulaðikökunni á kaffihúsinu,“ segir Skeans. Hún segir að meðvitund sé lykillinn að því að fólk eyði ekki peningum í vitleysu. Hún nefnir að konur falli oft í þá gryfju að kaupa sér svipuð föt, sem þær þurfi ekkert á að halda, og minnir á að það þurfi engin kona að eiga þrjá beige-litaða rykfrakka. Skeans mælir með því að fólk sníði sér stakk eftir vexti. Þegar það skipuleggi frí þurfi það ekki að fara hinum megin á hnöttinn. Það sé oft nóg að fara í helgarferð í sveitina.

Ef einhver var að hugsa um að eyða jólunum í Las Vegas má minna á að það er miklu ódýrara að leigja sumarbústað í Munaðarnesi.

Michelle Matson, hjá Matson Money, segir að eyðsla og sparnaður sé ekki ósvipað því þegar fólk fer í átak. Það verður að setja sér markmið, hvað það ætlar að reyna að spara mikið á mánuði og sjá töluna fyrir sér á ársgrundvelli.

Útivinnandi kona sem borðar á kaffihúsi eða veitingastað í hverju hádegi gæti sparað mikla peninga ef hún myndi sleppa því. Ef hádegisverðurinn kostar 1.500 krónur eyðir konan 7.500 krónum á viku, sem eru 30.000 krónur á mánuði. Að spara 30.000 mánuði gera 360.000 á ári. Það er álíka mikið og kostar að fljúga með fjögurra manna fjölskyldu frá Keflavík til Kaliforníu.

Ef þú ætlar ekki að borða úti í hádeginu þarftu að skipuleggja þig því fólk tekur óskynsamlegar ákvarðanir þegar það er svangt. Þeir sem vilja í alvörunni spara ættu að venja sig á að taka með sér nesti að heiman. Oft er til afgangur af kvöldmatnum sem upplagt er að taka með sér í vinnuna. Auk þess eru líkur á að hollustan aukist ef þú tekur með þér nesti að heiman. Svo má ekki gleyma því að hádegishléið verður ekki síður ánægjulegt ef þú nýtur þess að borða í rólegheitum í stað þess að rjúka út úr húsi.

Bæði Matson og Skeans segja að líkt og megranir geti sparnaður verið ansi erfiður þegar fólk er að byrja að feta sig í nýja, eyðslugranna lífinu. Þær nefna að það sem sé erfitt sé að ávinningurinn sjáist ekki alltaf strax og þá eiga sumir það til að gefast upp. Máltækið „Dropinn holar steininn“ á kannski ágætlega við í þessu tilfelli og skiptir þolinmæði miklu máli.

Michelle Matson segir að þegar fólk fari að skrá eyðsluna niður, líkt og matardagbók, þá sjái það svart á hvítu í hvað peningarnir séu raunverulega að fara. Allir latte-bollarnir, glossin, teygjurnar, rauðvínsglösin og tyggjóið sem við kaupum telur. Margt smátt gerir eitt stórt.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Íslenskar stelpur stækka varirnar með flösku

14:20 „Þetta var mjög sársaukafullt,“ segir hin 18 ára Yrja Ás Baldvinsdóttir sem prófaði, ásamt systur sinni, að stækka varirnar á sér með flösku. Þessi aðferð, að láta varirnar sogast ofan í flösku þar til þær bólgna, virðist vera orðin nokkuð vinsæl hjá ungum stelpum sem láta sig dreyma um stórar og þrýstnar varir. Meira »

Þú þarft að hlaupa 13 km eftir hamborgaraát

14:00 Til að brenna einum hamborgara með frönskum þarf að hlaupa 13 kílómetra.   Meira »

„Ég sakna hans á hverjum degi“

12:00 Marteinn Sigurbjörnsson missti föður sinn þegar hann var 13 ára. Hann segir sögu sína í viðtali við Lindu Baldvinsdóttur.   Meira »

Viltu komast í þitt allra besta form?

11:28 Smartland Mörtu Maríu og Hreyfing óskar eftir fólki til að taka þátt í 10 vikna heilsurækt þar sem lögð verður áhersla á að styrkjast og upplifa meiri andlega vellíðan. Meira »

Valur og Hrafnhildur eiga von á barni

10:00 Valur Heiðar Sævarsson tónlistarmaður sem er oftast kenndur við hljómsveitina Buttercup á von á sínu fyrsta barni með unnustu sinni, Hrafnhildi Ragnarsdóttur. Von er á barninu næsta sumar en Valur birti sónarmynd á Facebook-síðu sinni. Meira »

Reyndi að barna hana í upphafi sambands

07:00 Á heimasíðu Cos­mopolit­an má finna spurn­ing­ar frá les­end­um og svör frá sér­fræðingn­um Log­an Hill. Í þetta sinn svarar Hill spurningu frá konu sem segir kærasta sinn hafa reynt að barna sig án þess að hún vildi það. Meira »

Hvað er að gerast í Vindakór?

Í gær, 20:00 Berglind Berndsen innanhússarkitekt var fengin til að endurhanna íbúð við Vindakór í Kópavogi. Hér sjáum við hvernig framkvæmdir ganga. Meira »

Svona heldur þú kynlífinu spennandi

Í gær, 23:00 Þú þarft ekki að finna þér nýjan bólfélaga í hverri viku til að halda stuðinu í svefnherberginu gangandi.„Þegar líður á sambandið hættir fólk gjarnan að reyna að ganga í augun á makanum og þetta er ein ástæða þess að sumu fólki fer að leiðast í langtímasamböndum.“ Meira »

„Fallegara að hafa pilsin síðari þegar maður eldist“

Í gær, 18:36 Svava Johansen er ekki hrifin af of stuttum pilsum og engum sokkabuxum. Hún segir að það sé fallegra að vera í síðari pilsum þegar konur eldast. Meira »

Höfðu áhyggjur af að hún væri að fæla menn frá

Í gær, 18:00 Foreldrar Margrétar Erlu Maack höfðu áhyggjur af því að hún gengi ekki út og væri að fæla menn frá með látunum í sér.   Meira »

Tequila hefur grennandi áhrif

í gær Svo skemmtilega vill til að mýs í yfirvigt léttust töluvert þegar tilraunir voru gerðar á þeim við þróun á sætuefninu og þá kom í ljós að Tequila hefur þannig grennandi áhrif! Meira »

Svona líta stjörnurnar út þegar þær vakna

í gær Er Kim í alvöru með farða frá í gær á myndinni? Var Beyoncé bara að vakna? Stjörnurnar pósta af sér myndum þegar þær eru nývaknaðar. Meira »

15 erótískar bækur sem þú verður að lesa

í gær Næstum allar konurnar sögðu lestur erótískra bókmennta hafa jákvæð áhrif á upplifun þeirra af kynlífi og gera þær sterkari sem kynverur. Hér eru 15 erótískar bækur sem þú verður að lesa. Meira »

Eina hjálpartækið er stóll

í gær Anna Eiríksdóttir er komin með nýja æfingalotu fyrir vikuna sem er afar hressandi. Það eina sem þú þarft til að slá í gegn er að vera með stól við höndina. Meira »

Súkkulaðigrautur fyrir upptekna

í gær Hefur þú sjaldnast tíma til að borða morgunmat heima hjá þér og ertu mikið á ferð og flugi? Ef þú ert í ofanálag sælkeri þá er þetta morgunmaturinn fyrir þig. Meira »

Leigja fyrir 19,8 milljónir á mánuði

í gær Þau Beyoncé og Jay Z gátu ekki keypt draumahúsið sitt í desember þar sem sænskur auðjöfur yfirbauð þau og þess vegna eru þau hjón komin á leigumarkaðinn í Los Angeles. Jay Z og Beyoncé hafa nú tekið stærðarinnar glæsihús á leigu og mun leigan vera í kringum 19,8 milljónir krónur á mánuði. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.