Sparnaður er eins og megrunarkúr

Það sækjast kannski ekki allar konur eftir því að vera grannar með fullt veski af peningum, en staðreyndin er samt sú að það er draumur margra kvenna. Vefmiðillinn Forbes leitaði til tveggja fjármálasérfræðinga sem segja að vel sé hægt að setja megranir og sparnað í sama flokk. Þetta gangi í raun út á það sama, að spara hitaeiningar og það þurfi alls ekki að vera leiðinlegt að vera til þótt hitaeiningunum fækki.

Nancy L. Skeans hjá Schneider Downs Wealth Management Advisors í Pittsburgh, segir að fólk þurfi að hugsa um sparnað á svipaðan hátt og lífstílsbreytingu. Það sé mikilvægt að fylgjast með eyðslunni líkt og við værum að telja hitaeiningar. Með því að fylgjast vel með neyslunni sé auðveldara að koma fjármálunum í lag í eitt skipti fyrir öll, án þess að lífið verði hundleiðinlegt.

„Haltu bókhald yfir eyðsluna. Þegar fólk er í megrun sleppir það rauðvínsglösunum og súkkulaðikökunni á kaffihúsinu,“ segir Skeans. Hún segir að meðvitund sé lykillinn að því að fólk eyði ekki peningum í vitleysu. Hún nefnir að konur falli oft í þá gryfju að kaupa sér svipuð föt, sem þær þurfi ekkert á að halda, og minnir á að það þurfi engin kona að eiga þrjá beige-litaða rykfrakka. Skeans mælir með því að fólk sníði sér stakk eftir vexti. Þegar það skipuleggi frí þurfi það ekki að fara hinum megin á hnöttinn. Það sé oft nóg að fara í helgarferð í sveitina.

Ef einhver var að hugsa um að eyða jólunum í Las Vegas má minna á að það er miklu ódýrara að leigja sumarbústað í Munaðarnesi.

Michelle Matson, hjá Matson Money, segir að eyðsla og sparnaður sé ekki ósvipað því þegar fólk fer í átak. Það verður að setja sér markmið, hvað það ætlar að reyna að spara mikið á mánuði og sjá töluna fyrir sér á ársgrundvelli.

Útivinnandi kona sem borðar á kaffihúsi eða veitingastað í hverju hádegi gæti sparað mikla peninga ef hún myndi sleppa því. Ef hádegisverðurinn kostar 1.500 krónur eyðir konan 7.500 krónum á viku, sem eru 30.000 krónur á mánuði. Að spara 30.000 mánuði gera 360.000 á ári. Það er álíka mikið og kostar að fljúga með fjögurra manna fjölskyldu frá Keflavík til Kaliforníu.

Ef þú ætlar ekki að borða úti í hádeginu þarftu að skipuleggja þig því fólk tekur óskynsamlegar ákvarðanir þegar það er svangt. Þeir sem vilja í alvörunni spara ættu að venja sig á að taka með sér nesti að heiman. Oft er til afgangur af kvöldmatnum sem upplagt er að taka með sér í vinnuna. Auk þess eru líkur á að hollustan aukist ef þú tekur með þér nesti að heiman. Svo má ekki gleyma því að hádegishléið verður ekki síður ánægjulegt ef þú nýtur þess að borða í rólegheitum í stað þess að rjúka út úr húsi.

Bæði Matson og Skeans segja að líkt og megranir geti sparnaður verið ansi erfiður þegar fólk er að byrja að feta sig í nýja, eyðslugranna lífinu. Þær nefna að það sem sé erfitt sé að ávinningurinn sjáist ekki alltaf strax og þá eiga sumir það til að gefast upp. Máltækið „Dropinn holar steininn“ á kannski ágætlega við í þessu tilfelli og skiptir þolinmæði miklu máli.

Michelle Matson segir að þegar fólk fari að skrá eyðsluna niður, líkt og matardagbók, þá sjái það svart á hvítu í hvað peningarnir séu raunverulega að fara. Allir latte-bollarnir, glossin, teygjurnar, rauðvínsglösin og tyggjóið sem við kaupum telur. Margt smátt gerir eitt stórt.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Tregi í jólagleðinni

16:00 „Ég fór snemma að kunna að meta meðlæti, ég hef aldrei borðað mikið af aðalréttunum sjálfum, hef meira gaman af að borða gott meðlæti. Meira »

Gleymir áramótaheitunum jafnóðum

13:00 „Í sjálfu sér er hver einasti morgunn viss lágpunktur í mínu lífi þar sem ég á mjög erfitt með að vakna og fara fram úr rúminu en þess vegna er líka hver dagur upprisudagur þar sem mér tekst alltaf að komast fram úr og gott betur ...“ Meira »

100 ára gamall vasi í uppáhaldi

10:00 Ástríður Þórey Jónsdóttir býr á notalegu heimili í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum og barni. Ástríður hefur gaman af að fara í antíkverslanir og leita að gersemum en uppáhalds stofustássið hennar kemur einmitt út slíkri verslun, það er hvítur og blár vasi sem er líklegast orðinn 100 ára gamall að sögn Ástríðar. Meira »

Heit fiskisúpa í skammdeginu

07:00 Hólmfríður Gísladóttir er mikill súpusnillingur en hún breytti um mataræði og upplifði það sterkt hvað súpur eru heilandi.   Meira »

Helstu tískustraumar ársins 2014

Í gær, 22:00 Hérna rennum við yfir helstu tískustrauma ársins sem er að líða. Það kenndi ýmissa grasa í tískuheiminum árið 2014 en þessir straumar réðu ríkjum. Meira »

Skotheld ráð fyrir þá sem eru andvaka

Í gær, 19:00 Stress, raftæki, aðstæður og annað getur haft mikil áhrif á svefn og getu okkar til að slaka á. Hérna koma nokkur skotheld ráð fyrir þá sem kannast allt of vel við andvökunætur. Meira »

Eftirréttur að hætti Escoffier

í gær Ragnar Freyr Ingvarsson er íslenskum matgæðingum að góðu kunnur. Matarbloggið hans, Laeknirinnieldhusinu.  Meira »

Byrjar að skreyta um leið og kólnar í veðri

í gær Fagurkerinn Soffía Dögg Garðarsdóttir leyfði okkur að kíkja í heimsókn og sjá hvernig hún hefur skreytt fyrir jólin. Soffía byrjar snemma að skreyta enda á hún „óleyfilega“ mikið af jólaskrauti að eigin sögn. Meira »

Ferðaðist til 13 borga á 30 dögum og tók viðtöl

í gær Rithöfundurinn Hjördís Hugrún Sigurðardóttir býr í Zürich í Sviss. Hjördís ferðaðist um víða veröld í fyrra og tók viðtöl við íslenskar konur sem sinna áhugaverðum stöfum um allan heim. Meira »

Fjallið áritaði í Hagkaup

í gær Hafþór Júlíus Björnsson er andlit nýjasta ilmsins frá Gyðja Collection en sá ilmur heitir Vatnajökull. Kraftajötuninn sem margir kannast við úr Game of Thrones þáttunum mætti í Hagkaup um helgina til að árita fyrir gesti og gangandi. Meira »

Mæðgurnar dilluðu sér á sokkabuxunum

í fyrradag Nýjasta uppátæki mæðgnanna Kris Jenner og Kendall Jenner er að fækka fötum og dansa fyrir jóladagatal Love magazine. Myndbandið sem birtist í jóladagatalinu er frekar spes. Meira »

Ullin löngu orðin töff

í fyrradag Það er margt hægt að gera til að halda á sér hita. Ullarnærföt, göngutúrar og staðgóður málsverður áður en haldið er út í kuldann er meðal þess. Meira »

Hönnuðurinn Ólöf Jakobína kennir okkur að dekka borð

23.12. Hönnuðurinn Ólöf Jakobína Ernudóttir er stílisti hjá tímaritinu Gestgjafanum og er því þaulvön að leggja á borð. Ólöf leit inn í Epal í seinustu viku og dekkaði upp jólaborðið þar. Útkoman er glæsileg. Meira »

Skáluðu fyrir nýjust línu Hildar Yeoman

23.12. Fyrr í mánuðinum kom nýjasta lína Hildar Yeoman í verslun Kiosk. Nýja línan kallast Yulia eftir lang­ömmu Hildar sem yf­ir­gaf fjöl­skyld­u sína um tíma og ferðaðist um á mótor­hjól­um í nokk­ur ár. Hildur fagnaði með vinum og vandamönnum í Kiosk. Meira »

Kókosmakkarónur með pistasíum og trönuberjum

23.12. Flugfreyjan og matarbloggarinn Valdís Sigurgeirsdóttir útbjó girnilegar kókosmakkarónur á dögunum.  Meira »

Gefur heimilislausum jólamat

23.12. „Ýmsir gestir okkar eru ekki endilega úr hópi þeirra sem lítið eiga heldur kemur einnig fólk sem er einmana á jólunum.“  Meira »