Sparnaður er eins og megrunarkúr

Það sækjast kannski ekki allar konur eftir því að vera grannar með fullt veski af peningum, en staðreyndin er samt sú að það er draumur margra kvenna. Vefmiðillinn Forbes leitaði til tveggja fjármálasérfræðinga sem segja að vel sé hægt að setja megranir og sparnað í sama flokk. Þetta gangi í raun út á það sama, að spara hitaeiningar og það þurfi alls ekki að vera leiðinlegt að vera til þótt hitaeiningunum fækki.

Nancy L. Skeans hjá Schneider Downs Wealth Management Advisors í Pittsburgh, segir að fólk þurfi að hugsa um sparnað á svipaðan hátt og lífstílsbreytingu. Það sé mikilvægt að fylgjast með eyðslunni líkt og við værum að telja hitaeiningar. Með því að fylgjast vel með neyslunni sé auðveldara að koma fjármálunum í lag í eitt skipti fyrir öll, án þess að lífið verði hundleiðinlegt.

„Haltu bókhald yfir eyðsluna. Þegar fólk er í megrun sleppir það rauðvínsglösunum og súkkulaðikökunni á kaffihúsinu,“ segir Skeans. Hún segir að meðvitund sé lykillinn að því að fólk eyði ekki peningum í vitleysu. Hún nefnir að konur falli oft í þá gryfju að kaupa sér svipuð föt, sem þær þurfi ekkert á að halda, og minnir á að það þurfi engin kona að eiga þrjá beige-litaða rykfrakka. Skeans mælir með því að fólk sníði sér stakk eftir vexti. Þegar það skipuleggi frí þurfi það ekki að fara hinum megin á hnöttinn. Það sé oft nóg að fara í helgarferð í sveitina.

Ef einhver var að hugsa um að eyða jólunum í Las Vegas má minna á að það er miklu ódýrara að leigja sumarbústað í Munaðarnesi.

Michelle Matson, hjá Matson Money, segir að eyðsla og sparnaður sé ekki ósvipað því þegar fólk fer í átak. Það verður að setja sér markmið, hvað það ætlar að reyna að spara mikið á mánuði og sjá töluna fyrir sér á ársgrundvelli.

Útivinnandi kona sem borðar á kaffihúsi eða veitingastað í hverju hádegi gæti sparað mikla peninga ef hún myndi sleppa því. Ef hádegisverðurinn kostar 1.500 krónur eyðir konan 7.500 krónum á viku, sem eru 30.000 krónur á mánuði. Að spara 30.000 mánuði gera 360.000 á ári. Það er álíka mikið og kostar að fljúga með fjögurra manna fjölskyldu frá Keflavík til Kaliforníu.

Ef þú ætlar ekki að borða úti í hádeginu þarftu að skipuleggja þig því fólk tekur óskynsamlegar ákvarðanir þegar það er svangt. Þeir sem vilja í alvörunni spara ættu að venja sig á að taka með sér nesti að heiman. Oft er til afgangur af kvöldmatnum sem upplagt er að taka með sér í vinnuna. Auk þess eru líkur á að hollustan aukist ef þú tekur með þér nesti að heiman. Svo má ekki gleyma því að hádegishléið verður ekki síður ánægjulegt ef þú nýtur þess að borða í rólegheitum í stað þess að rjúka út úr húsi.

Bæði Matson og Skeans segja að líkt og megranir geti sparnaður verið ansi erfiður þegar fólk er að byrja að feta sig í nýja, eyðslugranna lífinu. Þær nefna að það sem sé erfitt sé að ávinningurinn sjáist ekki alltaf strax og þá eiga sumir það til að gefast upp. Máltækið „Dropinn holar steininn“ á kannski ágætlega við í þessu tilfelli og skiptir þolinmæði miklu máli.

Michelle Matson segir að þegar fólk fari að skrá eyðsluna niður, líkt og matardagbók, þá sjái það svart á hvítu í hvað peningarnir séu raunverulega að fara. Allir latte-bollarnir, glossin, teygjurnar, rauðvínsglösin og tyggjóið sem við kaupum telur. Margt smátt gerir eitt stórt.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Má þetta Tom Ford?

16:00 Tískuhönnuðurinn Tom Ford er í miklu uppáhaldi hjá kvenpeningnum. Hann sló öll vopn út úr höndunum á tískuelítunni þegar hann mætti sjálfur í gallabuxum við gallaskyrtu. Meira »

Tollir bara í samböndum í 3-6 mánuði

13:00 Ég hef skipt nokkuð reglulega um sambönd í gegnum tíðina (er rétt tæplega fertug) og oftast er ég búin að fá nóg eftir 3-6 mánuði en þá er mig hætt að langa að stunda kynlíf með viðkomandi og þó mig langi að stunda kynlíf er ég hætt að fá fullnægingu eftir um 3-6 mánuði. Meira »

Hildur Líf giftist bandarískum lögfræðinema

10:18 Hildur Líf Higgins gekk að eiga unnusta sinn síðasta laugardag en hann heitir Albert Higgins og er lögfræðinemi. Veislan var haldin á Grand hótel. Meira »

Aldrað vansælt súpermódel í þakíbúð

09:48 Það er erfitt að eldast þegar þú hefur lifað hátt og verið aðalpían á áttunda áratugnum. Að vera vina- og peningalaus í New York er ekki draumastaðan. Meira »

Smá bling bling skemmir ekki neitt

07:54 Hjarta Hjördísar Sifjar Bjarnadóttur slær í tískuheiminum en hún er lærður kjólameistari og klæðskeri. Hún opnaði verslunina Comma á dögunum. Meira »

„Innst inni er ég sannur mínimalisti“

Í gær, 22:30 Innanhúsarkitektinn Berglind Berndsen ætlaði sér alltaf að verða arkitekt eða innanhúsarkitekt. Hún hafði mikinn áhuga á Bauhaus og mínimalisma og taldi Þýskaland vera rétta staðinn fyrir sig en hún lærði innanhúsarkitektúr í Fachochschule Trier í Þýskalandi. Meira »

Naomi Campbell baðaði sig í blöðrum

Í gær, 18:00 Hönnuðirnir Mark Badgley og James Mischka fögnuðu því á tískuvikunni í New York að merki þeirra, Badgley Mischka, er 25 ára gamalt í ár og tók fyrirsætan Naomi Campbell þátt í fögnuðinum. Meira »

Sex skilvirkar rassæfingar

Í gær, 20:00 Nýverið tók Nora Tobin, pistlahöfundur Shape, saman sínar sex uppáhalds æfingar fyrir rass og læri. Allar eru æfingarnar einfaldar og sumar er jafnvel hægt að gera heima. Meira »

María Ellingsen og Þóranna Jónsdóttir kenndu réttu trixin

í gær Morgunblaðið og mbl.is buðu til morgunverðarfundar á dögunum þar sem María Ellingsen og Þóranna Jónsdóttir héldu uppi stuðinu. Meira »

Lindex opnar sérstaka kvenfataverslun í Kringlunni

í gær Sænska móðurskipið Lindex er búið að leggja undir sig plássið þar sem Adidasbúðin var áður og ætlar að opna þar kvenfatabúð. Meira »

Heimagerður tequila-skrúbbur

í gær Það getur verið gaman að útbúa sínar eigin snyrtivörur og það þarf ekki að vera flókið. Hérna kemur til dæmis uppskrift af tequila-skrúbbi sem tekur aðeins örfáar mínútur að útbúa. Meira »

Brynjólfur Bjarnason og Þorbjörg selja villuna

í gær Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi forstjóri Símans, og eiginkona hans, Þorbjörg Kristín Jónsdóttir, hafa sett glæsihús sitt við Mávanes á sölu. Meira »

Magnús Scheving lék á als oddi

í gær Magnús Sceving lét sig ekki vanta á frumsýninguna og dansaði við Sollu stirðu í anddyri Þjóðleikhússins áður en leiksýningin hófst. Meira »

Útilokar ekki lýtaaðgerðir

í fyrradag Sjónvarpsstjarnan Cat Deeley útilokar ekki að fara í lýtaaðgerðir í framtíðinni til að standast þau viðmið varðandi útlit sem sett eru í skemmtanabransanum. Meira »

Gataðar augabrúnir það nýjasta nýtt

í fyrradag Gataðar augabrúnir eru það sem koma skal næsta sumar samkvæmt tískuhúsi Rodarte, á því leikur enginn vafi.  Meira »

Ósvífna stúlkan heillaði alla upp úr skónum

í fyrradag Það var ekki fýlusvipur á neinum þegar Lína Langsokkur var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær.   Meira »