Jólagjafir handa þeim sem eiga allt

Það eru eflaust einhverjir að svitna yfir jólagjafakaupum og hvað eigi að gefa þeim erfiðu, fólkinu sem allt á. Sniðugar og vel heppnaðar jólagjafir þurfa ekki að kosta morð fjár og er um að gera að nýta tæknina.

Pantaðu persónulegt stjörnukort handa þeim sem þér þykir vænt um hjá Gunnlaugi Guðmundssyni. Stjörnukortið getur þú pantað á netinu og jafnvel sent fjölskyldu þinni eða vinum í útlöndum. Þar með sparar þú sendingarkostnað og slærð pottþétt í gegn því það hafa flestir mestan áhuga á sjálfum sér (þótt fæstir vilji viðurkenna það).

Á vefsíðunni Óskaskrín er að finna fjöldann allan af sniðugum gjafakortum í ýmsum verðflokkum. Þetta er þó alls ekki tíkarlegt því hvert gjafakort kemur í öskju og getur viðkomandi valið viðburð eða þjónustu að eigin vali og fylgir bæklingur með með nánari upplýsingum. Í Gourmet flokknum er hægt að velja um fjölmarga veitingastaði, í Fjör flokknum er hægt að komast í sex tíma í Boot Camp svo dæmi sé tekið og í Lúxusflokknum er hægt að fá vorhreingerningu. Hvaða kona myndi segja nei við því?

Það má alltaf gleðja þá sem eiga allt með fallegum bráðnauðsýnlegum óþarfa. Pappírsóróarnir frá Rie Elise Larsen fást í Ólátagarði. Það er eitthvað við þá sem erfitt er að standast.

Gefðu áskrift að tei. Hjá Tefélaginu getur þú verið með te í áskrift og kostar það 1870 kr. á mánuði. Það er tilvalið að gefa þeim sem eiga allt og eru hrifnir af tei áskrift.

Útbúðu konfekt og gefðu þeim sem þér þykir vænt um og settu það í fallegar umbúðir. Það klikkar ekki.

Gefðu vinkonu þinn, mömmu, ömmu eða frænku nýtt burstasett frá Dior. Snyrtivörurnar sjálfar skipta ekki alltaf mestu máli heldur áhöldin sem við notum til að snyrta okkur. Þetta burstasett uppfyllir kröfur þeirra sem allt eiga.

Svo má alltaf gefa nýjan kaffibolla eða fallegt vínstaup fyrir þá sem eru ekki hættir að drekka.

Það sem skiptir mestu máli er að missa ekki svefn yfir jólagjafakaupum og reyna að njóta augnabliksins.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Skáluðu í bjór og brostu hringinn

Í gær, 23:58 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, var á dögunum kjörinn Markaðsmaður ársins 2015 hjá Ímark, samtökum markaðsfólks á Íslandi. Meira »

10 förðunarmistök sem láta þig líta út fyrir að vera eldri

Í gær, 21:00 Þegar konur hafa á annað borð náð þrítugsaldrinum vilja þær síður að fólk haldi að þær séu eldri en árin segja til um. Hér að neðan er að finna nokkur mistök sem konur, á besta aldri, gerast stundum sekar um. Meira »

Guðdómlegt pasta í öll mál

Í gær, 18:00 Óskar Finnsson heldur áfram að kenna Íslendingum að elda fljótlegan og bragðgóðan kvöldmat og ekki síður hvernig á að nýta afganga. Á mbl. Meira »

Flot getur unnið á áfallastreituröskun

Í gær, 15:30 „Til að freista þess að takast á við einkennin, prófaði Harding tvær tegundir af samtalsmeðferðum, fjórar pillutegundir og viskí og kók. Þegar ekkert dugði reyndi hann fyrir sér í jóga og hugleiðslu, prófaði safaföstu og ýmsar græðandi meðferðir. Það hjálpaði en þó ekki nóg til þess að óttinn og skjálftinn hyrfu að fullu.“ Meira »

Rice krispies kökur með Snickers

Í gær, 14:28 Börnin mín eru komin á bökunaraldurinn. Í dag þurfti ég að kaupa mér frið svo mamman gæti unnið í friði og bökuðu þeir þessar kökur á meðan mamman vann. Meira »

Er Breiðholtið miðjan?

Í gær, 13:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var kátur á opnun sýningarinnar, Heimurinn tilheyrir öllum, ekki bara fáum útvöldum.   Meira »

Fáðu Sölku Sól krullur á fimm mínútum

Í gær, 07:00 Salka Sól er að slá í gegn í þáttunum The Voice. Theodóra Mjöll krullaði á henni hárið með nýju krullujárni sem er að gera allt vitlaust þessa dagana. Greiðslan tekur ekki nema fimm mínútur. Meira »

Teslu-kóngurinn í stuði

Í gær, 10:00 Teslukóngurinn Gísli Gíslason var meðal gesta á ráðstefnunni Internet hlutanna sem Nýherji hélt í Hörpu á dögunum.   Meira »

Konur krefjast góðs kynlífs í sambandinu

í fyrradag Konur eru líklegri til að hætta í sambandi ef kynlífið er slæmt. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum kynlífstækjaframleiðandans Lovehoney. Meira »

Er peningahegðun þín í lagi?

í fyrradag „Birtingarmynd þess þegar Dægurstjarnan tekur yfir, er sú að ég er líklegri en ella til að telja sjálfri mér trú um að ég eigi skilið að kaupa þetta eða hitt í jólagjöf (handa sjálfri mér!) því auðvitað get ég illa treyst fólkinu í kringum mig til þess að velja rétt í minn pakka.“ Meira »

Margrét Gísladóttir selur

í fyrradag Margrét Gísladóttir almannatengill og fyrrverandi aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra hefur sett íbúð sína á sölu. Meira »

Jóhanna Margrét á von á barni

í fyrradag Jóhanna Margrét Gísladóttir dagskrárstjóri Stöðvar 2 á von á barni í júní 2016. Hún gekk að eiga unnusta sinn, Ólaf Sigurgeirsson, í ágúst. Meira »

„Leyfið mér alltaf að stjórna tónlistinni. Alltaf.“

í fyrradag Þóra Hallgrímsdóttir lögfræðingur segir að ástæða þess að hún hætti að nota hluti sé sú að hún brjóti þá.   Meira »

6 hlutir sem enginn segir þér um kynlíf á efri árum

í fyrradag Sæði inniheldur gleðihormónin oxytósín og serótónín. Fjöldi rannsókna bendir til þess að konur sem eiga sama bólfélagann í lengri tíma, og nota ekki verjur, séu ólíklegri til að þjást af þunglyndi heldur en kynsystur þeirra. Meira »

Borðaðu þetta fyrir slétta og glóandi húð

í fyrradag Ef þú neytir reglulega mikils magns af sykri og kolvetnum á líkaminn erfitt með að ráða bug á bólgunni. Húð þín mun bera þess vitni, en algeng einkenni eru roði, þrymlabólur, stækkaðar svitaholur, fílapenslar og þurrkublettir. Meira »

Arnaldur mætti í partífötunum

29.11. Eitt af betri partíum ársins er jólaboð bókaútgáfunnar Forlagsins. Það var haldið á föstudagskvöldið við mikinn fögnuð.   Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.