10 ástæður til að flytja til Kaliforníu

Sif Jóhannsdóttir er búsett í Kaliforníu.
Sif Jóhannsdóttir er búsett í Kaliforníu.

„Þegar ég fæ brottfarardepurð eða departure depression eins og ég kalla það (líðan manns eftir að góðir gestir sem hafa verið í lengri heimsóknum fara aftur til síns heima) finnst mér gott að gera lista yfir það af hverju það er betra að búa hér í Lala-landi en heima á Fróni. Listinn er síbreytilegur en hér er sá nýjasti,“ segir Sif Jóhannsdóttir í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu. Sif er búsett í Kaliforníu en fær stundum heimþrá. 

Listinn er eftirfarandi:

1. Sigmundur Davíð býr ekki hér. Þetta er ástæða númer eitt. Fyrir alla aðdáendur Sigmundar segi ég bara verði ykkur þá að því. Ég hinsvegar ætla bara að njóta þess að vera víðsfjarri meðan hann leikur lausum hala þarna á Fróni.

2. Versla í  matinn lætur mér líða vel en ekki eins og einhver hafi rænt mig og lamið í þokkabót. Ég græt pínulítið inni í mér þegar ég hugsa um verslunarferðirnar í Bónus miðað við verslunarferðirnar hér. Ég var t.d. að koma úr Trader Joe sem er algjörlega samsvarandi Bónus. Þar fann ég 183 ástæður fyrir því afhverju það er betra að búa hér en á Íslandi. Heildarinnkaup voru 183 dollarar sumsé fyrir sex drekkhlaðna poka. Sambærileg innkaup á Íslandi kostuðu mig um 40 þúsund krónur en hráefnið helmingi verra. Í pokunum voru t.d. tvær kippur af bjór, búnt af túlípönum, risaflaska af eðalólífuolíu, kíló af jarðarberjum, ferskjur og plómur, grænmeti af öllum sortum og allskonar annað fínerí.

photo_1234562.jpg

3. Nautakjötið. Það er himneskt. Sérstaklega ef ég splæsi í dýrustu týpuna. Það er sama hversu mikið ég borga fyrir nautakjöt á Íslandi, það kemst ekki með tærnar þar sem þetta nautakjöt hefur hælana.

4. Netverslun án hafta og aukagjalda, sama hvaðan úr heiminum er verslað.

5. Veðrið

6. Wholefoods. Fyrir þá sem þekkja þær verslanir þarf lítið að útskýra af hverju. Fyrir ykkur sem ekki þekkið Wholefoods þá kemst Lifandi markaður næst þessu á Íslandi en úrvalið er umtalsvert meira eins og gefur að skilja

7. Fjölbreytni. Hér eru allra þjóða kvikindi. LA er algjör suðupottur og ég fíla það. Það er svo skemmtilegt að skoða mannlífið og ef mann langar til að sjá meira af hipsterum hendir maður sér bara í ákveðin hipsterahverfi hérna nú eða ef mann langar að sjá snobbarana þá í eitthvert annað hverfi. Hér er allt af öllu!

8. Hollywood! Hér get ég séð Hollywoodstjörnur í eigin persónu ef mig langar til þess eða svo gott sem. Ef maður veit hvar á að leita þá er hægt að finna þær allavegana!

9. Veðrið. Ég veit ég var búin  að skrifa þá ástæðu áður en það er bara svo gott veður hérna að það á skilið að vera skrifað niður tvisvar. Það er eitthvað við það að geta farið að sofa á hverju kvöldi vitandi það að næsti dagur færir manni sól, eða allavegana 350 daga ársins.

10.  Þjónustan. Bandaríkjamenn þrífast á þjórfé og stundum getur það verið þreytandi. En maður fær hvergi betri þjónustu. Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér hérna og það er hlúð að manni eins og viðkvæmu blómi. Um daginn skemmdist matreiðslurjóminn minn fyrir skiladag. Ég var búin að skvera honum yfir réttinn sem ég var að elda áður en ég uppgötvaði það og eyðilagði þar með matinn. Ég labbaði út í búð og kvartaði og labbaði út aftur með 30 dollara gjafabréf. Tók mig samtals fimm mínútur og ekkert vesen í kringum það.

Ekki misskilja mig. Ég sakna Íslands oft og gæti vel skrifað lista af 10 hlutum yfir af hverju það er betra að búa á Íslandi en ég bý hér, ekki á Íslandi. Og þá er mikilvægt að tíunda fyrir sjálfum sér kosti þess að vera þar sem maður er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál