Hver er Hanna Birna?

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur hefur 30 ára reynslu af stjörnuspeki. Nú er hann kominn með nýjan vef í loftið, islenzkstjornuspeki.is, þar sem er að finna margt áhugavert. Hann gerði stjörnukort fyrir ráðherrann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og þar kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Gunnlaugur segir að hún sé málefnalegur hugsuður. Á næstu vikum mun Gunnlaugur skoða stjörnukort þekktra Íslendinga.

Hanna Birna Kristjánsdóttir er hugmyndamaður í grunneðli sínu, lífsorka hennar er huglæg. Hún er pælari sem setur málefni ofar persónulegum tilfinningum. Fyrir vikið getur hún ýmist virst köld eða málefnaleg. Í persónulegu návígi er hún kurteis og sanngjörn. Hún hlustar. Persónuleiki hennar er ekki einfaldur. Hún getur verið ljúf og mjúk en einnig hörð og baráttuglöð. Almennt er hún öguð, dugleg og samviskusöm. Hún er ákveðin, fylgin sér og kappsfull. Hún er einbeitt í hugsun. Hún er með sterka réttlætiskennd og getur unnið með öllum, óháð flokkslínum, svo framarlega að málefnið sé gott.

Hörð, stíf og fráhrindandi, týnd

Hanna Birna er öguð tilfinningalega sem þýðir að hún á til að vera stíf. Hún er kappsfull og nákvæm og þarf því að varast karp, skylmingar og smámunasemi. Allt þetta þýðir að hún getur birst ókunnugum sem köld, hörð og fráhrindandi. Einbeitt hugsun hennar getur leitt til þráhyggju og þess að hugur hennar festist um of í ákveðnu máli. Það sem þó er varasamast fyrir Hönnu Birnu er að hún á til að týna eigin sjálfi: a) fórna sér um of fyrir störf sín og b) gleyma því að birta sjálfa sig kjósendum. Hanna Birna er vönduð kona en þjóðin fær ekki að sjá hina raunverulegu og sönnu Hönnu.

Kraftmikil, samviskusöm og dugleg

Hanna Birna er hæfileikarík kona. Hún er góður greinandi. Hún hefur djúpa og einbeitta hugsun, sem ásamt góðu auga fyrir smáatriðum, þýðir að hún vandar vel til verka. Hún er dugleg og samviskusöm. Hún hefur sterka réttlætiskennd og reynir að skoða allar hliðar hvers máls. Hún er ekki svart/hvítur stjórnmálamaður, við erum góð og hin eru vond. Hún setur málefni ofar öðru. Þegar allt er með felldu, þegar ekki er að henni vegið, þá nýtist henni vel að búa yfir góðum samvinnuhæfileikum. Hún er nálægt því að vera hinn fullkomni stjórnmálamaður. Kona sem elskar að vinna með öðrum að málefnum sem varða samfélag okkar.

Ráðleggingar til Hönnu Birnu

Hanna Birna á við ímyndarvanda að stríða. Hún þarf að stíga fram á sjónarsviðið og birta það hver Hanna Birna er í raun og veru, innst inni. Þetta er nauðsynlegt ef hún vill starfa í stjórnmálum. Hún er týnd fólki. Það þarf að laga. Hanna Birna: Þú ert dugleg, klár, málefnaleg og kraftmikil. En þú mátt einnig sýna andlit auðmýktar og mildi. Sem sagt: Þú þarft að stilla af þá mótsagnakenndu krafta sem einkenna persónuleika þinn. Hörkuna þarf að tempra með mýkt. Kappsemi og baráttugleði þarf að tempra með málefnalegri lipurð. Þú vilt komast til botns í málum, fínt, en þarft að sleppa takinu þegar nóg er komið. Umfram allt þarftu að gæta þess að hvíla þig reglulega, til að koma í veg fyrir streitu sem getur leitt til þess að hugsun þín festist í smáatriðum.

Hanna Birna Kristjánsdóttir er fædd 12. október 1966, að morgni í Reykjavík. Þá stund var Sólin í Vogarmerkinu og Sporðdreki Rísandi, líkt og við fæðingu Margrétar Thatcher. Hanna Birna er með Sól og Venus í Vog, Tungl í Meyju, Merkúr og Rísandi í Sporðdreka og Mars og Miðhimin í Ljóni.
Gunnlaugur Guðmundsson.
Gunnlaugur Guðmundsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál