12 atriði sem farsælt fólk hefur á hreinu

Vigdís Finnbogadóttir hefur verið farsæl í sínu starfi gegnum árin.
Vigdís Finnbogadóttir hefur verið farsæl í sínu starfi gegnum árin. Ernir Eyjólfsson

Pistlahöfundur Huffington Post, Gabriella Mueler Mendoza, tók saman þau atriði sem einkenna farsælt fólk og bjó til þennan lista með 12 atriðum en samantektina byggir hún á reynslu sinni til þrettán ára með leiðtogum og sérfræðingum. 

Hún segir farsældina ekki endilega einskorðast við peninga eða eignir, farsældina má greina á því hversu duglegt fólk er að láta drauma sína rætast og hvernig þau ná að hafa mikil áhrif í sínum geira. 

Hér er listinn: 

1. Farsælt fólk gerir plön og áætlanir ýmist fyrir vikuna eða daginn.

2. Farsælt fólk deilir upplýsingum og kemur á tengslum milli þeirra sem eru í tengslaneti þeirra. 

3. Þau eru mun duglegri að hrósa en að gagnrýna aðra.

4. Farsælt fólk kjaftar ekki um annað fólk. Því finnst áhugaverðara að ræða hugmyndir. 

5. Farsælt fólk gengst við mistökum sínum. Það fyrirgefur líka í stað þess að reyna að skella skuldinni á aðra. 

6. Það tekur breytingum fagnandi og hefur sterka aðlögunarhæfni. Þau láta ekki ótta við breytingar stjórna ferðinni. 

7. Farsælt fólk gefur kredit fyrir það sem aðrir leggja til málanna og samgleðjast þegar vel gengur (í stað þess að taka sér allt hrósið sjálf).

8. Farsælt fólk les eitthvað á hverjum degi og margir halda dagbækur (í stað þess að glápa á sjónvarpið). Að sama skapi eru flestir farsælir einstaklingar í góðu formi þar sem þau stunda líkamsþjálfun af einhverju tagi.

9. Farsælt fólk er ekki hægt að flokka sem orkusugur. Það er ekki endilega á útopnu að tjá gleðina en er yfirleitt mjög jákvætt í samskiptum við annað fólk. 

10. Farsælt fólk vill innilega að öðrum gangi vel (í stað þess að mistakast). 

11. Þau forgangsraða í samræmi við það sem þau telja mikilvægast í lífinu en ná að viðhalda heilbrigðum samböndum á sama tíma. 

12. Þau eru sífellt að læra eitthvað nýtt og leitast við að endurmennta sig á sínu sérsviði. 

Hver af þessum 12 atriðum eru á listanum yfir það sem þú gerir á hverjum degi? 

Helle Thorning Scmidt, forsætisráðherra Danmerkur, telst farsæl kona. Hér er …
Helle Thorning Scmidt, forsætisráðherra Danmerkur, telst farsæl kona. Hér er hún með Jóhönnu Sigurðardóttur á Þingvöllum. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál