Uppgötvuð á Snapchat

Leikstjórinn uppgötvaði Sonju Rut á Snapchat.
Leikstjórinn uppgötvaði Sonju Rut á Snapchat. Ljósmynd / skjáskot Instagram

Sonja Rut Valdin er ung leikkona sem er að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndabransanum. Nýverið lauk tökum á kvikmyndinni Týndu stelpurnar þar sem Sonja fer með annað aðalhlutverkið, en hún hefur einnig vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hún snappar undir heitinu Sonjastory.

Þú varst að leika í þinni fyrstu kvikmynd, hvernig kom það til?

„Leikstjórinn fann mig í gegnum Snapchat, en ég hef samt sem áður verið í leiklist alveg síðan ég man eftir mér.“

Lovísa Lára, leikstjóri myndarinnar,  fann þig á Snapchat. Ertu dugleg að deila efni á miðlinum, og hvað ert þú helst að snappa um?

„Ég tala mikið um myndina,Týndu stelpurnar, á snappinu mínu en þar er ekkert þema og engin gríma. Ég leyfi öllum að fylgjast með mínu daglega lífi og sýni fólki hvernig ég tek í neikvæðar athugasemdir og að það þurfi ekki alltaf að taka öll neikvæðu orðin inn á sig.“

Hvernig tilfinning er að leika í kvikmynd, varstu feimin eða er þetta ekkert mál?

„Það er góð og spennandi tilfinning að leika í kvikmynd og erfitt að vera feimin í kringum fólk sem hvetur mann og styður þig áfram.“

Týndu stelpurnar er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Sonja …
Týndu stelpurnar er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Sonja Rut leikur í. Kynningarplakat myndarinnar

Hvaða leikara og leikstjóra lítur þú upp til?

„Ég lít mikið upp til Lovísu Láru og ég skil verkin sem ég hef séð eftir hana. Baltasar Kormákur og Baldvin Z eru einnig i miklu uppáhaldi. Uppáhaldsleikarar eru Atli Óskar og Ólafur Darri.“

Sérðu fyrir þér að leggja fyrir þig leiklist í framtíðinni?

„Í rauninni er ekkert plan B, það er bara leiklist alla leið. Ég ætla að mennta mig í leiklist og einnig ætla ég að læra kvikmyndagerð í framtíðinni.“

Hver eru áhugamál þín, fyrir utan kvikmyndaleik?

„Áhugamál fyrir utan kvikmyndaleik er fatahönnun og ljósmyndun. Ég er í samvinnu við nokkur fyrirtæki hér á landi og eitthvað erlendis varðandi Snapchat og Instagram, og er að taka að mér allskonar lítil verkefni hér og þar.“

Ertu með fimm ára plan?

„Framtíðarplanið mitt er að klára stúdentinn, komast í góðan leiklistarskóla og gera mitt besta í öllu sem ég tek mer fyrir hendur í lífinu.“

Um þessar mundir fer fram söfnun á Karolina Fund svo ljúka megi við gerð kvikmyndarinnar, sem verið er að klippa. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið geta fengið frekari upplýsingar hér, en örfáir klukkutímar eru til stefnu.

Frétt mbl.is: „Hefur verið karlaklúbbur í gegnum tíðina“

Sonja heldur úti vinsælum Snapchat-reikningi þar sem hún leyfir fólki …
Sonja heldur úti vinsælum Snapchat-reikningi þar sem hún leyfir fólki að fylgjast með sínu daglega lífi. Ljósmynd / aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál