Sólrún Diego snúin aftur á Snapchat

Sólrún Diego deilir skemmtilegum ráðum á Snapchat undir notendanafninu solrundiego.
Sólrún Diego deilir skemmtilegum ráðum á Snapchat undir notendanafninu solrundiego.

Það gengur á ýmsu í heimi samfélagsmiðlanna um þessar mundir en hin geysivinsæla Sólrún Lilja Diego sem haldið hefur úti opnum Snapchat-reikningi um tíma tilkynnti í síðustu viku að hún ætlaði að taka sér hlé eftir að vegið var að henni og hennar fjölskyldu á öðrum samfélagsmiðlum. Sólrún Lilja er fyrst og fremst mömmubloggari á síðunni Mamie.is en hefur hlotið miklar vinsældir fyrir að deila nytsamlegum ráðum er varða heimilisþrif. Á Snapchat-reikningi hennar má meðal annars sjá svokölluð vikuþrif, ísskápsþrif, vikuinnkaup og margt fleira sem má tileinka sér.

Óhætt er að segja að Sólrún Lilja hafi verið í miklu uppnámi þegar hún tilkynnti brotthvarf sitt í síðustu viku.

Snapchat er einn vinsælasti samfélagsmiðill heims.
Snapchat er einn vinsælasti samfélagsmiðill heims. AFP

Í byrjun þessarar viku mætti Sólrún Lilja aftur hress til leiks á Snapchat og deildi því með fylgjendum sínum að henni hefði borist ógrynni af hvatningarskilaboðum sem og afsökunarbeiðnum frá þeim sem tóku þátt í umtalinu. Sólrún Lilja þakkaði á einlægan hátt fyrir allan stuðninginn og óskaði eftir því að fólk kæmi almennt fallega fram hvert við annað.

Til að toppa endurkomuna þá hefur Sólrún Lilja nú einnig stofnað „læk“-síðu á www.facebook.com þar sem hún mun deila færslum sínum af www.mamie.is sem og góðum og nytsamlegum ráðum.

Hér má sjá viðtali við Sólrúnu Lilju sem birtist í jólablaði Morgunblaðsins.

http://www.mbl.is/smartland/jol/2016/12/01/mun_fara_yfir_jolathrifin_a_snapchat/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál