Vekur athygli á afreksíþróttakonum

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir Evrópumeistari í crossfit.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir Evrópumeistari í crossfit. Ljósmynd/Berserkur

Berserkur er Instagram-síða þar sem birtar eru myndir af íslenskum afreksíþróttakonum. Myndirnar eru í flestum tilfellum frá æfingum kvennanna og gefa þannig innsýn í líf þeirra. Allar myndirnar eru nýjar og teknar af ljósmyndaranum Snorra Björnssyni. Eftir aðeins sjö daga á Instagram var Berserkur kominn með um 1.000 fylgjendur. 

Arnhildur Anna Árnadóttir stundar kraftlyftingar.
Arnhildur Anna Árnadóttir stundar kraftlyftingar. Ljósmynd/Berserkur

Upphaflega var hugmyndin á bak við Berserk að mynda íslenska kraftlyftingamenn en eftir nánari athugun þótti Snorra íþróttastelpur áhugaverðari og skemmtilegra viðfangsefni. Að auki fá konur í íþróttum litla athygli fjölmiðla hér á landi. „Þetta er kannski smá uppreisn æru og vitundarvakning um árangur þessara stelpna,“ segir Snorri.

Glódís Guðgeirsdóttir í stangarstökki.
Glódís Guðgeirsdóttir í stangarstökki. Ljósmynd/Berserkur

Lagt er upp úr fjölbreytileika íþróttakvennanna en undanfarið hefur borið mikið á crossfit-konum þar sem heimsleikarnir í crossfit verða haldnir í Los Angeles í næstu viku. „Til þess að gefa þessu „bakviðtjalda“-fíling hef ég verið að mynda stelpurnar við æfingar nokkra daga í röð,“ segir Snorri. Í myndasyrpu af Katrínu Tönju Davíðsdóttur, einni af fremstu crossfit-konum landsins, má sjá hana gera afskaplega fjölbreyttar æfingar og eflaust ekki þá æfingarútínu sem fólk trúir að liggi að baki árangri hennar. Á Íslandi er fólk fremur ómeðvitað um velgengni þessara crossfit-stúlkna og eiga útlendingar oft erfitt með að trúa því að Íslendingar kippi sér ekkert upp við það að æfa í sömu stöð og Annie Mist, tvöfaldur heimsmeistari í greininni að sögn Snorra.

Frétt mbl.is - Keppnisskapið innbyggt í Íslendinga

Katrín Tanja Davíðsdóttir mynduð við æfingar.
Katrín Tanja Davíðsdóttir mynduð við æfingar. Ljósmynd/Berserkur

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Evrópumeistari í crossfit, hefur verið áberandi á Berserk undanfarnar vikur. Eftir að hún sigraði Evrópuleikana í crossfit ákvað þjálfari hennar að efna til fimm vikna æfingabúða víðsvegar um heim ásamt þremur öðrum heimsleiksförum. Berserkur fór með í för og fylgdist með æfingum Söru, fyrst á Mallorca og nú í Los Angeles.

Framhaldið hjá Berserki er einfalt, að halda áfram að mynda fleiri og fjölbreyttari afreksíþróttakonur og deila afar vönduðum íþróttamyndum með áhugasömum áhorfendum á Instagram.

Berserkur á Instagram 

Annie Mist í crossfit.
Annie Mist í crossfit. Ljósmynd/Berserkur
Æfingarnar eru fjölbreyttar.
Æfingarnar eru fjölbreyttar. Ljósmynd/Berserkur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál