Stelpurnar í átakinu, 10 árum yngri á 10 vikum, á baðfötum

Anna Dóra Guðmundsdóttir.
Anna Dóra Guðmundsdóttir. mbl.is/Golli

Það sóttu rúmlega 600 konur um að komast í átakið, 10 árum yngri á 10 vikum, og komust aðeins fimm konur að. Þegar verið var að velja konurnar var Þorbjörg Hafsteinsdóttir, höfundur bókarinnar, hörð á því að allir þátttakendur myndu láta mynda sig á baðfötum.

Þorbjörg vildi ekki bara eina mynd heldur fjórar myndir af hverri konu. Hún vildi þrjár myndir sem væru teknar frá toppi til táar, eina á hlið, eina að aftan og eina að framan.

Auk þess vildi hún fá andlitsmynd. Myndirnar veita aðhald og svo eiga þær eftir að gefa skýra mynd af árangri kvennanna. Að loknu átaki mun ein kona standa uppi sem sigurvegari og verða myndirnar notaðar til að styðjast við.

Um helgina verða myndir af þátttakendunum birtar. 

Smartland Mörtu Maríu mun fylgjast með þátttakendunum á meðan á átakinu stendur. Auk þess munu þær blogga inni á síðunni. Ekki missa af því. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál