Kófsveitt í baðfatamyndatöku

Íris Arnlaugsdóttir.
Íris Arnlaugsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íris Arnlaugsdóttir segist hafa svitnað þegar hún mátaði baðfötin í Selenu og svo var æsingurinn svo mikill að hún reif lokk úr hárinu. Íris lýsir myndatökunni og öllu sem henni fylgdi á bloggi sínu. 

„Eins og margir vita (vona að það séu fleiri en ég) þá er ekki gaman að máta föt.  Það var ekkert mál að velja fullt af flottum sundfötum hjá Selenu og úrvalið var gott og þá meina ég margar týpur af brókum og haldara, alveg eftir hvað hentaði hverjum og einum.  En þegar ég kom inn í mátunarklefann þá kárnaði gamanið.  Ég byrjaði strax að svitna og hafði því miður gleymt að setja á mig deodorant og þess vegna var ég þarna sveitt með fýlu að klæða mig í bikiní og þó að 11 kíló af spiki sé farið af mér þá horfði ég mig í speglinum og sá að það var töluvert langt í land.  Ég mátaði nokkrar týpur, svitnaði enn meira, rak mig utan í veggina og vissi ekki hvort ég ætlaði þegar myndartökumaðurinn mætti með videocameruna.  Á e-h tímapunkti þá flækti ég meira að segja vænum lokk af hárinu á mér í snagann inn í mátunarklefanum (getur það örugglega engin nema ég) og ég var orðin svo fústreruð að ég reif bara helvítis hárið af.  Ég fann mér samt alveg glæsilegt Tankini sem fór mér bara mjög vel (grennti smá magann og svona) en ég fékk svo lánaðan bikinítopp fyrir myndartökuna svo við værum nú allar eins (bannað að svindla).  Þannig að þegar ég labbi út úr Selenu var sátt og sæl með sundfötin en angandi af svitalykt og illt í hausnum þar sem ég hafði rifið hárlokkinn úr.“

Þegar hún kom upp í Morgunblaðshús fór hún í förðun hjá Hörpu Finnsdóttur förðunardömu. 

„Við mættum upp í Morgunblað og fórum í förðun og þó ég segi sjálf frá þá var ég bara svo sæt þegar ég var búin í make upinu.  Ég spjallaði við förðunardömuna og hún benti mér á að MAC væri með svona kvöldnámskeið í förðun og ég ætla sko þangað.“

Ok ég var orðin sæt og lyktaði vel og svo var komið að myndartökunni.  Ég auðvitað byrjaði að fá kvíðahnút í magann.  Helvítis maginn slitinn og hrikalegur og lærin með kotasæluáferð.  En well ég var búin að ná frábærum árangri, ég hlyti að líta betur út en síðast þar sem 11 kg voru farin og húðin var orðin miklu betri af góða mataræðinu og andlitið á mér allt annað en áður var.  Þess vegna brosti ég bara í huganum og hugsaði með mér hvað ég yrði ennþá flottari eftir aðrar 10 vikur og sp meira að segja ljósmyndarann hvort ég gæti ekki örugglega komið aftur þegar ég væri orðin þrusukroppur svo ég gæti nú borið allar þessar myndir saman.  Myndartakan var bara fín, Golli ljósmyndari þrusuvanur og þolinmóður og lét mig teygja og fetta á alla kanta.  Það varður bara gaman að sjá þessar myndir.

HÉR er hægt að lesa blogg Írisar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál