Er stressuð yfir því að átakið sé senn á enda

Júlía Rós Júlíusdóttir.
Júlía Rós Júlíusdóttir. Eggert Jóhannesson

Júlía Rós Júlíusdóttir segist eiga eftir að sakna þess að taka þátt í Stjörnuþjálfunarátakinu.

„Svona nett stress yfir því að þetta sé að verða búið. Búið að vera svo hrikalega skemmtilegur tími og við fimm náum svo vel saman, sem er bara algjör bónus.

Núna er sem sagt að byrja námskeið þrjú og æfingar verða meira krefjandi og hlaupið lengra, á sem sagt að fara að hlaupa 10 km núna. Á fyrsta námskeiðinu vorum við að taka 5 km og á öðru námskeiðinu tókum við 7 km og alltaf bætti maður tímann í hverri viku. Verður fróðlegt hvernig gengur með 10 km,“ segir hún á bloggi sínu. 

„Annars er þetta farið að ganga eins og smurð vél. Fastir tímar í Hreyfingu 4 sinnum í viku og 2 fastar aukaæfingar sem við þurfum að skila. Á námskeiði tvö var ég ekki neitt mjög föst að fara eftir matarprógrammi, var meira að mixa saman af matseðlinum eftir því hvað hentar mér. Langaði að deila með ykkur hvernig ca. dagurinn er hjá mér.“

Matseðill Júlíu

"7:00 Hafragrautur soðinn upp úr mjólk og vatni með bláberjum, eða Cheerios (fer eftir því hvað ég hef mikinn tíma)

10:00 Græn bomba (spínat, engifer, Goji safi (frá Beery company), frosið mangó og klaki) þetta útbý ég um morguninn sem dugar í tvo skammta.

12:00 Er í mötuneyti, voða mismunandi. Fæ mér bara nóg af salati og síðan er fiskur eða kjúklingur með yfirleitt. Ef það er ekki hægt hef ég fengið mér grófa brauðsneið með sterku sinnepi, káli, tómat, gúrku og osti. Þetta er hrikalega gott saman. Síðan kemur það fyrir að það er ekki eitthvað heppilegt í mötuneytinu þá fer ég mikið á Krúsku, allt lífrænt og flott þar eða þá á Nings og fæ mér af heilsuréttamatseðlinum.

15:00  Restin af grænu bombunni. Eða hrökkbrauð með kotasælu og salsasósu (hljómar ekki vel en er hrikalega gott).

17:00 Hámark (finnst rosa gott að fá mér það fyrir æfingu, full af orku og er ekki allt of svöng þegar ég kem heim í kvöldmat).

19:30 Fiskur í ofni eða grillaður kjúklingur með sætri kartöflu og fullt af salati.

Drekk síðan rosa mikið vatn yfir allan daginn, er bara alltaf með vatnsflösku á kantinum. 

Eins og þið sjáið er það helst hádegið hjá mér sem er mest breytilegt, hitt er eitthvað sem ég er búin að undirbúa heima og tek með mér í vinnuna. 

Fer síðan að koma að mælingu, fróðlegt hvernig hún á eftir að koma út þar sem ég hef ekki verið að léttast heldur frekar í hina áttina. Er svona að vonast til að sjá breytingu á fituprósentunni."

HÉR er hægt að lesa blogg Júlíu.

Júlía Rós Júlíusdóttir.
Júlía Rós Júlíusdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál