Hleypur 10 km á hverjum degi

Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi 365.
Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi 365. mbl.is

Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi 365 hleypur 10 km á hverjum einasta degi. Þegar hún er í stuði þá hleypur hún 20 km.

Í DV í dag er nærmynd af Kristínu. Ólöf Skaftadóttir, dóttir Kristínar og blaðamaður á Fréttablaðinu, er spurð um móður sína og segir að hún sé þver og mikill nagli.

„Mamma er algjör nagli og mín helsta fyrirmynd. Hún getur virst feimin, eða til baka, en þeir sem þekkja hana vita vel að hún er algjör húmoristi og rosalega klár,“ segir Ólöf.

„Við mig er hún örlát á tíma sinn og minn helsti ráðgjafi,“ segir hún jafnframt. Í nærmyndinni kemur fram að Kristín sé þver og nefnir Ólöf dæmi um hlaupin.

„Sem dæmi þá hleypur hún alltaf tíu kílómetra á dag, þó að hún sé fárveik eða þurfi að vakna klukkan fimm því dagurinn sé pakkaður. Hún hleypur svo 20 kílómetra ef hún er í stuði,“ segir Ólöf í samtali við DV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál