Hætti að kveikja í peningum í fyrra

Elín Ragnarsdóttir hætti að reykja fyrir ári síðan.
Elín Ragnarsdóttir hætti að reykja fyrir ári síðan.

Elín Ragnarsdóttir bókaútgefandi og verkefnastjóri hætti að reykja fyrir ári síðan og ákvað að leggja peningana, sem hún kveikti í hér áður, til hliðar. Á einu ári hefur hún safnað 450.000 krónum. Þegar hún er spurð að því hvers vegna hún hafi ákveðið að hætta segir hún ástæðurnar margar.

„Öss, það eru svo margar ástæður; óhollt, dýrt, illa lyktandi og bara einstaklega asnalegt. En það sem bættist við allt þetta var sú staðreynd að ég var að fá fyrsta ömmubarnið mitt og tilhugsunin um að vera með barnabarnið í annarri og sígó í hinni var bara of mikið. Tala nú ekki um ef barnabarnið vildi svo ekki koma til ömmu af því að það væri svo vond lykt af henni! Það er nefnilega staðreynd að ekkert tyggjó og ekkert ilmvatn felur lyktina - ég hef komist að því í reykleysinu. Ég held annars að allir sem reykja daglega vilji hætta eða vildu óska að þeir hefðu aldrei byrjað. Þannig var það a.m.k. hjá mér,“ segir Elín.

Elín byrjaði að fikta við að reykja snemma og var orðinn sæmilegur reykingamaður, eins og hún segir sjálf frá, 16 ára gömul.

Hvað var erfiðast við að hætta að reykja?

„Í þetta skipti var bara ekkert erfitt að hætta enda fór ég til heimilislæknisins og bað um aðstoð. Hann lét mig fá lyfið Champix og það virkaði svona svakalega vel - ég tók reyndar tvöfaldan skammt til að vera örugg. Annars hef ég reynt að hætta oftar en ég get talið og líklega búin að prófa allt, t.d. dáleiðslu, nálastungu, nikotínlyf, námskeið og „cold turkey“. Ekkert af þessu virkaði nema í stuttan tíma, mér leið hreint og beint illa, andlega og líkamlega, án tóbaks. Núna get ég ekki undir neinum kringumstæðum séð það fyrir mér að byrja aftur að reykja þó svo að ég sé búin að bæta á mig 10 kílóum - og mér verður enn þá óglatt ef ég finn lykt af tóbaki.“

Hvernig reykingamanneskja varstu?

„Ég var A+ reykingamanneskja. Philip Morris misstu mikið þegar ég hætti, enda var ég var ótrúlega tryggur viðskiptavinur eins og flestir tóbaksfíklar eru.“

Einu sinni hitti ég konu sem hætti að reykja og sagði að loksins hefði hún fengið mikinn tíma því allt hennar líf hafi hún verið á „á leiðinni út að reykja“. Kannast þú við þetta?

„Já, það snýst allt um að komast í smók.“

Nú ertu búin að safna 450.000 krónum. Hvað ætlar þú að gera við peninginn?

„Það verður nú lítið mál en við hjónin erum að fara í hjólreiðaferð til Ítalíu í sumar og ég splæsi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál