Dreymir um að verða 68 kg

Kristín J. Rögnvaldsdóttir.
Kristín J. Rögnvaldsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Kristín Jónína Rögnvaldsdóttir er ein af þeim sem taka þátt í heilusferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar. Anna Eiríksdóttir sér um að koma stelpunum í form. Kristín vill létta sig til þess að líða betur andlega og líkamlega.

Aldur: 43 ára.

Starf: Sölumaður hjá Fjárfestingu fasteignasölu.

Hjúskaparstaða: Gift þriggja barna móðir.

Hvenær byrjaðir þú að þyngjast? Fyrir átta árum eignaðist ég mitt þriðja barn, síðan er ég búin að bæta á mig um einu kílói á ári.

Hvað hefur það, að vera ekki alveg í kjörþyngd, haft í för með sér og hefur það aftrað þér frá því að láta drauma þína rætast? Það hefur ekki aftrað neinu, en þegar maður er í kjörþyngd er allt auðveldara; þú ert léttari á þér, það er auðveldara að kaupa sér föt sem klæða þig vel og líðan manns er að öllu leyti betri andlega og líkamlega.

Hvað myndir þú vilja vera þung? 68 kg.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Að verja tíma með fjölskyldunni minni, hreyfing og elda hollan og góðan mat. Svo les ég mikið og hef gert frá unga aldri.

Hvernig ætlar þú að fara að því að komast í gegnum þessar 10 vikur? Ég kemst í gegnum þetta með jákvæðni og góðri skipulagningu. Við fimm sem vorum valdar í þetta heilsuferðalag erum frábær stuðningur hver fyrir aðra. Síðan er þetta extra sem ég hef ekki haft áður og gerir sennilega gæfumuninn, það eru einkaþjálfararnir okkar og Marta María sem hvetja okkur áfram á hverjum degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál