Heiða og Snorri lentu í veseni á leiðinni

Bjarnheiður Hannesdóttir áður en hún fór í hjartastopp, fékk heilaskaða …
Bjarnheiður Hannesdóttir áður en hún fór í hjartastopp, fékk heilaskaða og endaði í hjólastól.

Bjarnheiður Hannesdóttir eða Heiða eins og hún er kölluð er lögð af stað í stofnfrumumeðferð til Indlands. Ekki byrjaði ferðin þó eins og í sögu en Snorri Hreiðarsson, maður Bjarnheiðar, segir frá veseninu sem þau lentu í við komuna til Kaupmannahafnar.

„Mr. Hreidarsson, you dont have visa to India, you are not going anywere. Já sæll og hvað nú. Vá þetta var hrikalegt sjokk, Heiða sat í stólnum sínum og áttaði sig ekkert fyrr en ég sagði henni hvað væri í gangi. Næsta skref var að stoppa töskurnar og stólinn hennar Heiðu svo það færi ekki allt til Dubai. Allt í veseni og ég hreinlega vissi ekkert hvað ég gæti gert, en ég er með símanúmer í símanum mínu hjá Jóa, hann vinnur hjá utanríkisráðuneytinu giftur frænku Heiðu. Jói setti allt í gang og Sérsveit Heiðu hringdi mikilvæg símtöl og kippti í spotta hér og þar,“ segir Snorri á bloggsíðunni. 

„Okkur er vísað í setustofu og okkur sagt að nú þyrfti að finna töskurnar og stólinn. Sérsveitarmaður nr.1 (jói bond) beitti sínum bestu brögðum og allt í einu fengum við símtal frá sendiráði Indlands á Íslandi og okkur sagt að við þyrftum að fara sem fyrst í sendiráð Indlands í Kaupmannahöfn, við gátum ekki farið strax, fyrst þyrfti að finna töskurnar og stólinn. Við biðum í svolítinn tíma og svo kom yndisleg kona og sagði að nú færum við að sækja töskurnar. Töskurnar áttu að vera á ákveðnu færibandi og við fórum þangað og biðum eftir þeim og biðum og biðum, engar töskur komu og engin stóll. Vá ég var í sjokki, geggjað töskurnar farnar og stóllinn hennar Heiðu.“

Snorri segir að aðstoðarmaðurinn hafi komið og sagt þeim að farangurinn væri á svæðinu og þá upphófst leit að honum. Að lokum fannst farangurinn bak við súlu.

„Nú þurftum við sko að drífa okkur að ná í leigubíl en helst að geyma töskurnar einhvers staðar og aðstoðarmaðurinn fylgdi okkur á eitthvert bílastæði þar sem hægt var að geyma í skápum, við hlupum af stað en auðvitað voru þessir skápar eitthvað bilaðir og skápurinn okkar opnaðist alltaf aftur og aftur og ég að fríka út og hjartað á góðri leið með að slá öll hraðamet, sem betur fer fann ég loksins skáp sem lokaðist og svo var hlaupið af stað og allt sett í botn og hjólastóllinn settur í rallgír, aðstoðarmaðurinn hafði ekkert í okkur Heiðu á hlaupunum.

Þegar við vorum nýlögð af stað með leigubíl þá var hringt í mig frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn og spurt hvar við værum það væri verið að bíða eftir okkur og ég sagði að við værum bara alveg að koma, kannski 20 mín. Það var auðvitað lygi hjá mér því leigubílstjórinn ætlaði aldrei að finna þetta en loksins komum við.

Við komum inn í gamalt hús og ungur maður tekur á móti okkur og við setjumst niður og fórum yfir málin. Þarna vorum við í um 2 klukkutíma að fylla út allskonar, segja hvað feður okkar og mæður hefðu fæðst og hvað þau gerðu, ég sagði að móðir mín hefði dáið 1984 en það skipti ekki máli allt þarf að fara í skýrsluna þannig að ég sagði að hún væri hætt að vinna og hugsaði, já hvert er ég komin eru ekki allir léttir.

Leigubílstjórinn beið fyrir utan en ég fór til hans og sagði að þetta gæti tekið langan tíma en hann sagðist bíða og var ekki með mælinn í gangi. Það var alveg gott fyrir hann að fá túrinn til baka á flugvöllinn.


Jæja, nú var allt að verða klárt og þá var ég spurður hvernig ég ætlaði að borga þetta, ég sagðist vera með visa kort og debet kort og einnig eitthvað af dollurum, nei það gekk ekki upp þeir tóku ekki við neinum kortum nema dönskum kortum og tóku ekki við reiðufé og nú hélt ég að Auðunn Blöndal myndi birtast og segja: „Tekinn“.“

HÉR er hægt að lesa bloggfærsluna í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál