Varð frekar brjáluð þegar dagskráin riðlaðist

Bjarnheiður Hannesdóttir í stofnfrumumeðferð á Indlandi.
Bjarnheiður Hannesdóttir í stofnfrumumeðferð á Indlandi.

Bjarnheiður Hannesdóttir eða Heiða eins og hún er kölluð er nú stödd á Indlandi í stofnfrumumeðferð. Snorri Hreiðarsson maður Heiðu heldur úti bloggsíðunni Heidahannesar.com og í gær sagði hann frá því þegar Heiða varð ósátt þegar hún átti ekki að komast í sjúkraþjálfun. 

„Nú riðlaðist allt planið maður og Heiðan sko ekki sátt og eiginlega bara frekar brjáluð, sko hún átti að fara kl 11:45 í sjúkraþjálfun, en nú var planið breytt og hún átti að fara í margar stofnfrumusprautur. Inn í herbergið komu fullt af hjúkkum að undirbúða drottninguna, það þurfti að setja upp dripp og legg í æð, taka ofnæmistest, hún þurfti að fara í sér galla, slopp og buxur og ég veit ekki hvað og hvað. Heiðu tjáð það að hún þyrfti að fara upp á þriðju hæð í nokkrar sprautur og að hún myndi missa af sjúkraþjálfun,“ segir Snorri á blogginu.

Hann segir að Heiða hafi verið ósátt við að komast ekki sjúkraþjálfun og það hefði mátt nýta tímann betur. 

„Heiðu fannst nú að þau hefðu átt að græja þetta fyrr svo hún missti ekki af þjálfuninni. Jæja þýðir ekki að þræta við dómarann en það er nú eitthvað sem Heiðan hlustar ekki á. Henni er skellt á börur og keyrt upp, þar fékk hún 8 stofnfrumusprautur, m.a. í hálsinn, hnéspætur, úlnlið, hendur og neðst í hrygginn. Ég mátti ekki fara með henni og beið bara slakur á kantinum, opnaði einn kaldan skellti Bjartmari á fóninn,“ segir hann í gríni. 

Í stofnfrumumeðferðinni.
Í stofnfrumumeðferðinni.

„Allt gekk vel og hún kom niður og henni tjáð það að hún gæti farið í sjúkraþjálfun, þyrfti bara að liggja í hálftíma og fara svo, yes heyrðist í henni og brosið læddist að.

Eftir sjúkraþjálfun sem var svona í léttari kantinum, teygjur aðallega, var komin hádegismatur og viti menn - kjúlli. Svo var það iðjuþjálfun eftir hádegi sem gekk vel, sá gamli fór aðeins á þrekhjólið og reif aðeins í lóðin á meðan, svona til að gera eitthvað. Eftir iðjuþjálfun kíktum við á Ínu og David, þau koma frá Ástralíu og eru hér með 2. ára son sinn hann Roki, en hann varð fyrir súrefnisskorti í móðurkviði. Þau eru hér í annað sinn og Ina er inni allan daginn upp á herbergi með hann í æfingum og auðvitað er hann líka í stofnfrumumeðferð. David og Ína eru ótrúlegt fólk og leitun að öðrum eins foreldrum, þau reyna allt sem þau geta til að reyna að hjálpa syni sínum, litla dóttir þeirra hún Ruby sem er 3. ára er hér líka en það er í lagi með hana og sú stutta gleður alla hér með persónuleika sínum og fallegu brosi, algjör gleðigjafi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál