Bjóst aldrei við svona miklum breytingum

Kristín J. Rögnvaldsdóttir.
Kristín J. Rögnvaldsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er ótrúlegt að segja frá því hvað líkaminn hjá mér er að taka miklum breytingum. Ekki bara að ég er að léttast jafnt og þétt, heldur er hann allur að mótast. Í raun og veru bjóst ég aldrei við svona miklum breytingum, en það er einstaklega ánægjulegt og hvetjandi að finna að þetta er hægt. Ég er líka að borða regulega hollan mat. Það er líka ótrúlega gaman að borða hollan mat, ég finn hvað minni skammtar af hollum mat gefa mér miklu meiri orku yfir daginn, heldu en óhollur næringarsnauður matur sem gerir mig í raun bara þreytta. Það verður því auðvelt fyrir mig að halda því áfram, sem er miklilvægt fyrir mig, það eru svo margir kúrar í gangi sem er ekki séns að halda út ævina á enda og eru þess vegna ekki skynsamlegir,“ segir Kristín J. Rögnvaldsdóttir fasteignasali í sínum nýjasta pistli. Kristín tekur þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar

„Þessar frábæru konur sem eru með okkur í þjálfun Anna Eiríksdóttir og Árný Andrésdóttir, eiga heiður skilið fyrir hvað þær eru góðar í sínu fagi. Við erum í fjölbreyttri þjálfun hjá þeim. Anna er með okkur í lokuðum hóptímum sem skila sér vel og eiga þátt í að styrkja okkur og stinna, ekki síst rassvöðvana. Ekki eru síðri einkatímarnir hjá henni Árnýju, sem veita okkur aukin styrk og þol. Þær ná því besta út úr okkur á hverri æfingu, með frábæru æfingarkerfi, jákvæðni, ráðgjöf og hvatningu, við erum í góðum höndum í Hreyfingu.“

Kristín ákvað að taka áskorun frá Smartlandi um að vera sykurlaus í þær 10 vikur sem heilsuferðalagið stendur yfir.

„Nú hef ég ekki borðað sykur í þessar 6 vikur og finnst það ekkert mál. Ég hef gert hollar sykurlausar kókoskúlur eða fengið mér döðlur, hnetur eða ávöxt í staðinn. Það besta við að vera sykurlaus er að manni líður svo vel og ég finn sætara bragð af öllu. Ég er reyndar farin að hugsa svolítið mikið um sykurinn og veit að hann er stórhættulegur heilsu okkar og fæ því alveg fyrir hjartað þegar kemur að nammidegi hjá börnunum mínum og þau innbirgða óæskilegt magn af sykri. En heilsuferðalag mitt er reyndar að hafa góð áhrif á fjölskylduna og þau ætla að taka meiri þátt í því með mér þessar síðustu vikur.“

Kristín J. Rögnvaldsdóttir.
Kristín J. Rögnvaldsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál