„Ef menn verða með stæla þurfa þeir bara að æfa annarstaðar“

Björn Leifsson eigandi World Class segir það stórt vandamál að …
Björn Leifsson eigandi World Class segir það stórt vandamál að fólk gangi ekki frá lóðunum sem það er að nota í stöðinni.

„Þetta er ótrúlegt, lóðin eru út um allt og alltaf sem þau eiga ekki að vera. Þetta þekkist hvergi annarsstaðar í heiminum. Erlendis er þér hent út úr líkamsræktarstöðvum ef þú gengur svona um,“ segir Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðvanna World Class en á dögunum voru hengdar upp myndir í World Class sem eru frekar óvenjulegar. Björn situr sjálfur fyrir á myndunum ásamt fleirum og af skilaboðunum að dæma er að honum að mæta ef fólk hlýðir ekki. 

Þegar ég hafði samband við Björn sagði hann að þessi hugmynd hafi kviknaði við eldhúsborðið heima hjá þeim hjónunum, honum og Hafdísi Jónsdóttur. 

„Þetta er búið að vera vandamál lengi. Þetta er að hluta til einkaþjálfurunum að kenna því þeir þjónusta kúnnana svo vel. Fólk er bara orðið vant því að þjálfararnir bæði sæki lóði fyrir það og gangi frá þeim. Því finnst bara að það eigi að vera starfsfólk á eftir þeim að ganga frá líkt og heima hjá mömmu sinni,“ segir Björn. 

Aðspurður það því hvað hann ætli að gera ef fólk muni ekki hlýða fyrirmælum segir hann það einfalt. 

„Ef þetta virkar ekki þá verður byrjað á því að henda liðinu út. Þetta hefur skánað rosalega eftir að þessar myndir komu upp,“ segir hann. 

Björn segir að aðalvandamálið sé að fólk byrji hjá einkaþjálfara sem sæki og skili lóðum fyrir fólk. Svo hættir það í þjálfun og fattar ekki að það þurfi að ganga frá eftir sig. Hann segir jafnframt að sumir hafi einfaldlega verið með derring inn í stöðunni þegar þjálfarar og starfsfólk hafi beðið viðskiptavinina að ganga frá eftir sig. 

„Ef menn verða með stæla þurfa þeir bara að æfa annarstaðar,“ segir hann og játar að þau Hafdís hafi reynt að hafa húmorinn í forgrunni þegar þessar auglýsingar voru settar upp. Hann segir líka að þær séu staðsettar á kjánalegum stöðum eða á speglunum. 

Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, Brigitta Líf Björnsdóttir og Björn …
Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, Brigitta Líf Björnsdóttir og Björn Boði Björnsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál