Fá betri heim að launum

Rakel Garðarsdóttir.
Rakel Garðarsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

„Við í Vakandi (og Vesturporti) leitum að ungu pari til þess að taka þátt í heimildarmyndinni okkar UseLess. Parið þarf að vera í sambúð, opið, ófeimið og tilbúið að læra ýmislegt nýtt um sóun á mat og fatnaði. Parið þarf að vera til í að hleypa okkur inn á heimili sitt og reiðubúið að gera breytingar á neysluvenjum sínum,“ segir Rakel Garðarsdóttir sem nú skipuleggur tökur á myndinni.

Hún segir að myndin verði frumsýnd á vormánuðum og að tökur byrji í desember. Þegar Rakel er spurð að því hvað parið fái fyrir að koma fram í myndinni segir hún að það sé ekki greitt með veraldlegum gæðum. 

„Fólk fær betri heim í verðlaun. Það hljóta margir að vera til í það auk þess að breyta um lífsstíl. Það hljóta flestir að vilja það,“ segir hún.

Áhugasamir geta sent Rakel póst á vakandi@vesturport.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál