Borðaðu þetta fyrir slétta og glóandi húð

Hér má sjá áhrifin sem ákveðnar fæðutegundir hafa á andlitið …
Hér má sjá áhrifin sem ákveðnar fæðutegundir hafa á andlitið að sögn Dr. Nigma Talib. Skjáskot af Davidwolfe.com

„Það sem við látum ofan í okkur hefur mikil áhrif á húðina, þó svo að við tengjum sykur venjulega við þyngdaraukningu, en ekki við ástand húðarinnar“ svona hefst pistill dr. Nigma Talib, sem skrifaði um sykur-, vín- og glúten-andlitin sem hafa farið mikinn í netheimum undanfarið.

Sykur og kolvetni eru sami hluturinn

Ég hef margoft séð að mataræði sem er ríkt af sykri, eða vissum kolvetnum, getur haft afar slæm áhrif á húð sjúklinga minna. Ekki öll kolvetni eru sköpuð jöfn, en kolvetni sem eru mikið unnin, sem og glúten, geta komið ójafnvægi á þarmaflóruna. Þetta getur síðan leitt af sér bólgur í líkamanum.

Ef þú neytir reglulega mikils magns af sykri og kolvetnum á líkaminn erfitt með að ráða bug á bólgunni. Húð þín mun bera þess vitni, en algeng einkenni eru roði, þrymlabólur, stækkaðar svitaholur, fílapenslar og þurrkublettir.

Aðalsökudólgarnir eru kökur og kex, sælgæti, brauð og pasta.

Spurningin er síðan, getur hollt og gott mataræði snúið skaðanum við sem sykurinn og kolvetnin hafa gert húðinni í gegnum tíðina?

Svarið er já. Líkaminn hefur meðfæddan eiginleika til að græða sig. Það er að segja, ef honum er gefin rétt næring.  

Það sem við þurfum að borða til að fá glóandi heilbrigða húð er blanda af bólguhamlandi fæðu sem er rík af vítamínum og Omega 3-fitusýrum.

Kryddtegundir
Túrmerik inniheldur virka efnið kúrkúma. Það er ekki einungis bragðgott og sérlega hollt í matargerð, heldur má einnig nota það útvortis. Prufaðu til dæmis að blanda túrmeriki í hunang og nota sem andlitsmaska.

Ber
Sólber, bláber, trönuber, jarðarber og hindber innihalda öll mikið af andoxunarefnum, auk þess að vera bólguhamlandi. Þau eru einnig rík að C-vítamíni, sem er gott fyrir ónæmiskerfið og húðina.

Fiskur
Lax, ansjósur, makríll og sardínur innihalda mikið af Omega 3-fitusýrum sem er afar góðar fyrir húðina. Ekki einungis hafa fitusýrurnar góð áhrif á hrukkur og fínar línur, heldur geta þær einnig hjálpar til við unglingabólur, exem og þurra húð.

Grænmeti
Spergilkál, blómkál og bok choy eru rík af bólguhamlandi efnum. Auk þess hefur það sýnt sig að umrætt kál getur komið jafnvægi á kvenhormóna, og þar af leiðandi haft góð áhrif á bólur og önnur hormónatengd vandamál.

Sjávargróður
Þang og þari innihalda mikið af blaðgrænu, D-vítamíni, K-vítamíni, selen, járni, fólínsýru og B12-vítamíni.

Túrmerik hefur góð áhrif á húðina.
Túrmerik hefur góð áhrif á húðina. mbl.is
Jarðarber eru stútfull af C-vítamíni sem er hollt og gott …
Jarðarber eru stútfull af C-vítamíni sem er hollt og gott fyrir húðina. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál