Brakandi edrú í fimm ár

Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir.
Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir á fimm ára edrúafmæli í dag. Hún og eiginmaður hennar, Jóhann Traustason, töluðu opinskátt um fíkniefnaneyslu sína og leyfðu áhorfendum Stöðvar 2 að fá innsýn inn í líf fíkilsins. Fyrir tæpu ári síðan var Gugga í viðtali á Smartlandi Mörtu Maríu en það má teljast til kraftaverka að hjónin hafi náð að losna undan viðjum bakkusar og öllum hans félögum. 

„Þetta er það lengsta sem Jói hef­ur verið edrú sam­fellt en ég var einu sinni edrú í sjö ár. Mun­ur­inn á þeim tíma og núna er sá að núna er ég ham­ingju­söm en það var ég ekki þá,“ seg­ir Gugga í viðtali við Smartland Mörtu Maríu í fyrra og bætti við að nú vilji hún láta kalla sig Guðbjörgu. „Til að segja skilið við þetta gamla líf.“

Jói sagði skilið við Bakkus á frí­degi verka­lýðsins þann 1. maí 2011 og Guðbjörg fylgdi í kjöl­farið. Hætti al­veg þann 18 maí sama ár. 

Guðbjörg seg­ir mun­inn á ed­rú­mennsk­unni nú og áður vera þann að þau eru loks far­in að taka leiðsögn. 

„Nú ger­um við það sem okk­ur er sagt að gera. Tök­um leiðsögn í fyrsta sinn og herm­um eft­ir þeim sem eru bún­ir að vera edrú lengi. Við hell­um upp á kaffi, heils­um fólki, stól­um upp eft­ir 12 spora fundi og svona,“ seg­ir Guðbjörg sem fór ár­lega í áfeng­is­meðferðir frá ár­inu 2003 til 2011. „Ég hljóp bara alltaf út úr þess­um meðferðum,“ seg­ir hún.

Guðbjörg þakk­ar bæði sam­hjálp, 12 sporakerf­inu og SÁÁ fyr­ir bat­ann en hún byrjaði á Vogi og fór þaðan á Vík þar sem hún var í meðferð í mánuð og svo var hún á göngu­deild SÁÁ í heilt ár á eft­ir.

„Núna er ég alltaf í viku­legri eft­ir­fylgni hjá SÁÁ núna og við Jói erum með þrjá fasta tólf spora fundi sem við sækj­um í hverri viku. Á hverj­um morgni þegar ég vakna bið ég Guð að fá að vera edrú og legg allt mitt í hans hend­ur. Svo þakka ég fyr­ir mig á hverju ein­asta kvöldi,“ seg­ir Guðbjörg og bæt­ir við að jafn­framt séu þau mjög ötul að hjálpa öðrum að verða edrú. 

„Ég fer til dæm­is reglu­lega með 12 spora fundi á deild 33A og svo för­um við Jói sam­an reglu­lega með fundi á Hlaðgerðarkot. Ég segi aldrei nei þegar ég er beðin um hjálp og mér finnst mik­il­vægt að fólk átti sig á þessu. Það er nóg að gera eft­ir að maður verður edrú.“

HÉR er hægt að lesa viðtalið við Guðbjörgu í heild sinni. 

Jóhann Traustason og Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir eru mjög ástfangin.
Jóhann Traustason og Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir eru mjög ástfangin. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál