Farsímanotkun getur haft slæm áhrif á stoðkerfið

mbl.is/Getty images

samkvæmt rannsóknum er talið að 54% einstaklinga hafi fengið einkenni frá hálshrygg síðustu 6 mánuði og að tíðnin sé að aukast. Helstu ástæður aukinna einkenna frá hálshrygg má rekja meðal annars til aukinnar notkunar á farsímum,“ segir Gísli Sigurðsson, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðhöndlun stoðkerfis. Hann bendir á að röng líkamsbeiting, sem fylgir mikilli farsímanotkun, geti valdið stoðkerfiseinkennum. „Rannsóknir hafa sýnt fram á aukna tíðni höfuðverkja hjá ungu fólki sem eyðir miklum tíma við snjallsíma og spjaldtölvur.“

Gísli Sigurðsson sjúkraþjálfari í Klíník.
Gísli Sigurðsson sjúkraþjálfari í Klíník. mbl.is/Golli

Hvað veldur einkennum?

„Hálsvandamál eru tilkomin meðal annars vegna langvarandi kyrrstöðu þar sem höfuðið er í frambeygju sem veldur því að vöðvarnir framan á hálshrygg og liðbönd styttast á meðan vöðvar og liðbönd á aftanverðum hálshrygg lengjast. Langvarandi röng líkamsstaða og líkamsbeiting getur skapað „rangstöðu“ á hryggjarliði og auknu álagi á hryggþófann (sem liggur á milli hryggjarliða) með tilheyrandi vandamálum.“

Gísli segir að einkenni sem skapast geti verið staðbundin.

„Þau geta leitt upp í höfuð, kjálka eða niður í handleggi.“

Hvernig bregst stoðkerfið við óæskilegu álagi?

„Við langvarandi óæskilegt álag á vefi líkamans vegna rangrar líkamsbeitingar fer líkaminn að leita í ákveðnar stöður sem eru kallaðar „uppbótarstöður“ til að verja sig enn frekar fyrir einkennum. Þessi líkamsstaða er varhugaverð til lengri tíma litið. Röng líkamsstaða hefur áhrif á blóðflæði til vefja líkamans og þá skapast ójafnvægi í líkamanum og í framhaldinu lenda margir í „vítahring verkja“.“

Gísli segir að fólk þurfi þó alls ekki að örvænta.

„Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að hægt er að bregðast hratt við og vera meðvituð um ranga líkamsbeitingu og leiðrétta óæskilega líkamsstöðu. Æskilegt er að minnka farsímanotkun eins og kostur er eða vinna styttri tíma í einu í farsímanum.“

Eru fleiri þættir sem skipta máli? „Sem fyrr segir skiptir rétt líkamsbeiting og líkamsstaða miklu máli en regluleg hreyfing er ekki síður mikilvæg til að næra vefi líkamans og viðhalda jafnvægi í stoðkerfinu. Hafa skal í huga að áunnin rangstaða á hryggnum er flestum tilfellum afturkræf ef hugað er að henni nógu snemma en ranga líkamsstöðu er mikilvægt að leiðrétta til að fyrirbyggja frekari stoðkerfisvandamál. Að lokum má nefna að fólk á ekki að hika við að leita sér aðstoðar fagstétta eins og sjúkraþjálfara sem vinna með úrlausnir á stoðkerfisvandamálum út frá heildrænni nálgun á stoðkerfinu,“ segir Gísli

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál