Lét sig fljóta í ísköldum sjó

Listakonan Sarah Gerats lét sig fljóta í ísköldum sjá á …
Listakonan Sarah Gerats lét sig fljóta í ísköldum sjá á Svalbarða. Ljósmynd/Benja Caceres

Íslenska flothettan hentar ekki bara vel í íslenskri náttúru heldur er hún notuð víða um heim eins og sést á þessari mynd af Söruh Gerats sem er listamaður sem býr á Svalbarða. Á myndinni sést hún fljóta í ísköldu vatni. 

Unnur Valdís vöruhönnuður og hönnuður flothettunnar segir að flothettan flæði skemmtilega um allan heim. 

„Ég fæ oft sendar myndir af fólki að fljóta á fallegum og ég tala nú ekki um svona exótískum stöðum eins og þessum. Þessi kona þarna heitir Sarah Gerats, hún er listamaður sem hefur valið sér að búa á Svalbarða. Hún er mikil ævintýrakona og heldur utan um ferðir á Suðurskautið. Hún stundar sjóböð og hræðist ekki kuldann eins og sjá má. Hún hefur oft dvalið á Íslandi og kynntist flothettunni í einhverri Íslandsdvölinni,“ segir hún. 

Unnur Valdís segir að hugmyndin um flothettuna gangi út á að njóta fljótandi slökunar og vellíðunar í vatni. Vörulínan sjálf samanstendur af flothettu og fótafloti sem er hannað til að veita líkamanum fullkominn flotstuðning í vatni. Hún segir að flotið hafi alið af sér skemmtilegan slökunarkúltur sem eigi vel við á Íslandi þar sem baðmenning sé mjög ríkjandi. Víða um land er boðið upp á samflot og má fylgjast með dagskránni á Facebook síðu Flothettunnar. 

Unnur Valdís Kristjánsdóttir
Unnur Valdís Kristjánsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál