Æfingin er minn tími

Andrea Olsen lögmaður.
Andrea Olsen lögmaður. mbl.is/Árni Sæberg

Lögmaðurinn Andrea Olsen leggur mikið upp úr því að vera í góðu líkamlegu formi. Hún er gift þriggja barna móðir og segir að tíminn sem hún noti í æfingar séu hennar tími. Hún æfir öðruvísi á veturna en á sumrin en um leið og veðrið fer að skána er hún rokin út á golfvöll þar sem hún kýs að verja sem mestum tíma. 

Hvað gerir þú til að halda þér í formi?

„Ég æfi Crossfit hjá CrossFit Reykjavík á veturna, og dett stundum í handboltann með. Svo erum við fjölskyldan dugleg að fara á skíði þegar veður leyfir. Á sumrin hverf ég hins vegar út á golfvöll, er alveg forfallin,“ segir Andrea.

Hvað hreyfir þú þig oft í viku og hversu lengi í senn?

„Ég reyni að fara í CrossFit um það bil 4-5 sinnum í viku og æfi þá um klukkutíma í senn. Önnur hreyfing getur hins vegar tekið lengri tíma, eins og golfið.“

Hvað gefur hreyfing þér?

„Hreyfing gefur mér aukna orku og mér líður sjaldnast betur en eftir góða æfingu. Verandi með þrjú börn og í krefjandi vinnu er líka gott að geta „tékkað út“ með því að fara á æfingu og fá smá útrás. Æfing er tíminn minn.“

Ertu dugleg að skipta um hreyfingu eða gerir þú mestmegnis það sama?

„Ég féll fyrir CrossFit fyrir um fjórum árum og hef stundað það af kappi síðan. Ég hef ekki fengið löngunina í að breyta til enn sem komið er, enda er þetta þannig sport að maður getur alltaf bætt sig. Svo hentar mér vel að skipta um hreyfingu eftir árstíðum sem kannski verður til þess að ég fæ ekki leiða.“

Hefur þú verið í einkaþjálfun eða ertu meira hóptímanörd?

„Ég hef aldrei verið í einkaþjálfun og er þá væntanlega „hóptímanörd“. Ég hef þó aldrei stundað hefðbundna hóptíma á líkamsræktarstöðvum, myndi seint finna mig í pallatíma. Ég var alltaf í handbolta framan af og svo tók CrossFit við, sem hvort tveggja er hópþjálfun.“

Pælir þú mikið í mataræðinu?

„Svona hóflega, held ég. Ef ég er að æfa vel þá huga ég meira að mataræðinu, en á sumrin slaka ég aðeins á og þykir fátt betra en borgari og bernaise eftir golfhring. Annars reyni ég heilt yfir að borða fjölbreytta og holla fæðu, og sneiði framhjá því sem mér líður ekki vel af. Viðurkenni þó að mér þykir nammi voða gott.“

Er eitthvað sem þú borðar ekki?

„Nei, ég get ekki sagt það, fyrir utan gráðaost sem mér þykir vondur.“

Hver er lykillinn að góðri heilsu?

Ætli það sé ekki hefðbundna klisjan: að hreyfa sig, huga að því hvað maður lætur ofan í sig og líða vel í eigin skinni. Annars held ég að það sé álíka mikilvægt, ef ekki meira, að reyna að lágmarka stress og lifa í núinu. Eitthvað sem ég mætti sjálf tileinka mér meira af.“

Andrea er mikið skíðakona.
Andrea er mikið skíðakona.
Þegar vora tekur er Andrea mætt út á golfvöll.
Þegar vora tekur er Andrea mætt út á golfvöll.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál