Gengu Esjuna berir að ofan

Sölvi Avó Pétursson, Sölvi Tryggvason, Vilhjálmur Andri Einarsson og Helgi …
Sölvi Avó Pétursson, Sölvi Tryggvason, Vilhjálmur Andri Einarsson og Helgi Jean Classen löbbuðu upp á Esju berir að ofan. Ljósmynd/Facebook

Sölvi Tryggvason, Sölvi Avo Pétursson, Helgi Jean Classen og Vilhjálmur Andri Einarsson fóru léttklæddir upp á Esju í gær. Þeir segja að þetta hafi verið skyndiákvörðun en þeir voru með Wim Hof þjálfara með í för þannig að þeir vissu að ekkert var að óttast. 

„Þetta var svo gott sem ákveðið í bílnum á leiðinni, en við vorum með Wim Hof þjálfara með okkur svo grunaði að þetta gæti gerst,“ segir Sölvi Avókadó. Piltarnir voru klæddir í stuttbuxur og gönguskó, nema einn, hann var í strigaskóm.

Þegar þeir eru spurðir að því hversu kalt var segjast þeir ekki vita nákvæmar hitatölur. 

„Við höfum mikinn áhuga á því sem Wim Hof er að gera,“ segir Sölvi en Vilhjálmur Andri er að taka Wim Hof þjálfunina alla leið.

„Þetta var bara ljúf tilfinning mest alla leiðina, ótrúlegt hvað þetta er mikið hugarfar. Líkaminn þarf samt að fá að venjast náttúrunni. Það er merkilegt nokk hvað gangan var létt án fata en veðrið var okkur mjög hliðstætt. Við erum allir vanir göngumenn svo Esjan er bara dægurbrauð fyrir okkur venjulega,“ segir hann.

Munið þið gera þetta aftur?

„Það er mjög líklegt að við gerum þetta aftur.“

En hver er þessi Wim Hof? Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan til að vita allt um Ísmanninn Wim Hof. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál