Ekki missa af Ljúflingsverzlun á Laugavegi

Heiður Reynisdóttir og Ragnhildur Anna Jónsdóttir opna Jóla Ljúflingsverzlun í dag og verður verslunin einungis opin í tvo daga. Þær verða í jólaskapi í litlu jólaversluninni sinni að Laugavegi 97 (við hliðina á Borð fyrir tvo). Þar selja búðarkonurnar eitt og annað fallegt - umhverfisvænan jólapappír, jólakort, dagatöl og borða (m.a. vinsælu Bakaraböndin) frá Íslenzka pappírsfélaginu og svo ungbarnasamfellur sem eru Fair Traid-vottaðar úr lífrænni bómull. Samfellurnar eru hönnun Ragnhildar og hennar fyrsta verk undir nafninu Jónsdóttir & co.

Auk  þessa bjóða þær uppá skemmtilega og ódýra gjafavöru frá Lisbeth Dahl og svo Avoca sem er yndislegt írskt merki sem ekki hefur áður verið hér á markaði sem sérhæfir sig m.a. í ilmkertum, handsápum í fallegum gjafapakkningum, bómullarsvuntum og afar vönduðum ullarteppum í öllum stærðum. Hugmyndin er að  hægt sé að fá allt í pakkann sem utanum hann á sanngjörnu verði í Jóla Ljúflingsbúðinni en jafnframt eitthvað einstakt – allt á einum stað.   Hjá Ljúflingskonunum Heiði og Ragnhildi mun ilmurinn af piparkökum fylla vitin og búðarkonurnar brosmildar og ljúfar taka vel á móti þér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál