Gull, glansefni og stuð

Þetta er dálítið eins og líta í spegil nývaknaður. Í þessu ástandi er aðeins þrennt í stöðunni og það er að draga fyrir sólina og loka augunum fyrir staðreyndum, mála hjá sér eða gera allsherjartiltekt. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að annar hver maður er að selja gamalt dót á Facebook eða í Kolaportinu.

Húsgagnahönnuðir leita aftur í tímann og eru greinileg áhrif frá sjötta áratugnum. Það er bara búið að pakka þeim inn í glanspakkningar. Gamli „seventís“ appelsínuguli verður tærari og í háglansandi áferð og jafnvel stundum út í bleikt. Það sem var úr bronsi hér á árum áður er nú krómað eða jafnvel með reyklituðu krómi og áklæðin eru með glansáferð, ull eða hör.

Og gullið er að koma aftur. Meira að segja Diamantini&Domeniconi sýnir nú Cucu-klukkuna í gullituðu. Ég hef reynt að halda gullinu svolítið á lofti á eigin heimili en sú herferð hefur aðallega gengið út á að færa eina gullpallíettupúðann á heimilinu á milli herbergja þannig að það virki svolítið eins og maður eigi þá í tugatali. Og svo hefur gengið ágætlega að innleiða bleika litinn á heimilið án þess að karlarnir, sem með búa með mér, geri miklar athugasemdir. Ég hef vanið mig á það að framkvæma inni á heimilinu án þess að vera að ræða það eitthvað sérstaklega. Á dögunum ákvað ég að þó að breyta aðeins til og spurði eiginmanninn hvort við ættum ekki að mála strigaklædda rennihurð í bleikum lit til að hafa hana í stíl við ákveðin húsgögn. Viðbrögðin voru alls ekki eins og ég átti von á því hann sagði þvert nei. Rökin voru að bleiki liturinn passaði ekki við hönnun Sigvalda Thordarsonar. Í framhaldinu fékk hann tengdaföður sinn og aðra smekkmenn í fjölskyldunni með sér í lið. Akkúrat núna halda þeir að björninn sé unninn en þeir vita ekki að ég hef eitt tromp á hendi... Ég ætla aldrei að ræða „einhverja svona hluti“ aftur. Ef ég hefði bara málað hurðina er ekki svo víst að hann hefði tekið eftir því.

Í erlendum húsbúnaðarblöðum má sjá mikið af dökkum parketlögðum gólfum, dökkum viðarklæðningum á veggjum og svo hafa húsgögn úr við sjaldan verið vinsælli. Armstóllinn Cherner frá Cherner er gott dæmi um húsgagn sem hefur allt til að bera og ætti fólk að leita eftir stólum í þessum stíl. Til þess að hressa ennfrekar upp á heimilið má alveg mæla með fallegum hliðarborðum í glöðum litum eða jafnvel pullum. Sá sem myndi byrja að flytja inn litríkar gamlar hippapullur myndi pottþétt gera það gott. Eina fyrir mig, takk!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Acne leðurjakkinn í uppáhaldi

07:00 Liv Elísabet Friðriksdóttir er 22 ára sálfræðinemi sem búsett er í Danmörku þar sem hún mun vera í skiptinámi við Kaupmannarhafnarháskóla næsta árið. Meðfram skóla hefur hún unnið við fyrirsætustörf og æft á píanó frá blautu barnsbeini. Meira »

„Mér finnst Louis Vuitton svolítið snobb og ofmat“

Í gær, 22:00 Inga Rán Reynisdóttir er 22 ára gömul og býr ásamt kærasta sínum í miðbænum. Hún lýsir stílnum sínum sem einföldum og klassískum en samt töffaralegum. Meira »

Valli Sport og Siggi Hlö stóðu partívaktina - MYNDIR

Í gær, 19:00 Kaaber húsið iðaði af lífi og fjöri í gær þegar auglýsingastofan Pipar blés til haustteitist í húsakynnum fyrirtækisins.   Meira »

Sjaldgæfur fugl í tískuheiminum

Í gær, 16:00 Nýtt tískutákn kom öllum að óvörum fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 2005 og hefur haldið velli allar götur síðan. Iris Apfel kom, sá og sigraði 83ja ára gömul og vekur alls staðar athygli fyrir uglugleraugun sín, íburðarmikið skart og frumlegan klæðaburð. Meira »

Rúnar Páll og frú selja íbúðina

Í gær, 13:12 Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar og kona hans, Bryndís Kristjánsdóttir, hafa sett glæsiíbúð sína við Löngulínu í Garðabæ á sölu. Meira »

28 ár á bak við búðarborðið - ekkert mál að eldast

Í gær, 10:12 Lilja Hrönn Hauksdóttir opnaði Cosmo árið 1987 og hefur staðið vaktina síðan. Hún hefur ástríðu fyrir starfinu og það hvarflar ekki að henni að gera neitt annað. Meira »

Ingileif og María Rut opna heimili sitt

í fyrradag María Rut Kristinsdóttir, markaðsstjóri GOmobile, og Ingileif Friðriksdóttir, lögfræðinemi og blaðamaður á mbl.is, búa ásamt syni sínum Þorgeiri Atla í bjartri og fallegri íbúð .... Meira »

Svipmyndir frá tískuvikunni í Stokkhólmi

í gær Tískuvikan í Stokkhólmi fór fram dagana 24.-26. ágúst. Þar var mikið um dýrðir en sýnd var sumartískan fyrir sumarið 2016. Smartland Mörtu Maríu tók saman nokkrar svipmyndir sem gestir hátíðarinnar birtu á Instagram-síðum sínum. Meira »

Hin fullkomna píka - MYNDBAND

í fyrradag Vefurinn Bustle birti nýverið myndband þar sem nokkrir karlmenn voru beðnir um að lýsa og teikna hina fullkomnu píku. Myndbandið er á köflum afar vandræðalegt þar sem að mennirnir virðast vera úti á þekju í umræðunni um píkur. Meira »

Bubbinn snappar

í fyrradag Bubbi Morthens tilkynnti í dag á bæði Facebook- og Twitter-síðum sínum að hann væri að undirbúa útgáfu á ljóðabók. Næstu daga mun Bubbi lesa upp ljóð sín á Snapchat-reikningnum sínum, bubbinn. Hann hvetur alla til að fylgja sér. Meira »

Allt á útopnu - MYNDIR

í fyrradag Gleðin skein af hverju manni sem bætti á opninarhátíð EVERY BODY'S SPECTECULAR sem hófst í gær. Hátíðin er sameiginleg dans og leiklistarhátíð þar sem Dance Festival og LÓKAL leiklistarhátíðin tóku höndum saman. Meira »

Hélt áfram að léttast í sumarfríinu

í fyrradag Sykurleysið gerði það að verkum að Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir hélt áfram að léttast þótt freistingar sumarsins hafi verið á hverju strái. Meira »

Fræga fólkið skálaði fyrir nýjum tölvuleik - MYNDIR

í fyrradag Það var kátt í höllinni í gær þegar Digon Games fagnaði útkomu tölvuleiksins Kickoff CM. Þjóðþekktir fjölmenntu á þetta partí. Meira »

Svona heldur þú kílóunum í burtu

27.8. Það getur verið erfitt að berjast við aukakílóin en stundum er jafnvel enn erfiðara að viðhalda þeim árangri sem maður hefur náð. Passaðu þig að fara ekki aftur í sama farið og áður en þú hófst átakið. Meira »

Gerir stress fólk ásthneigðara?

28.8. Það eru ýmsir þættir sem valda áhyggjum og stressi hjá fólki. Hver sem orsökin er fer fólk sínar eigin leiðir til að takast á við vandann. Það sem flestir eiga sameiginlegt er þörfin til að tengjast annarri manneskju. Meira »

Eva Laufey í nám á Bifröst

27.8. Matarbloggarinn og þáttastjórnandinn, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, er að hefja nám á Bifröst. Hún segir þetta eðlilegt framhald. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.