Gull, glansefni og stuð

Minotti hliðarborð fást í Módern.
Minotti hliðarborð fást í Módern.

Þetta er dálítið eins og líta í spegil nývaknaður. Í þessu ástandi er aðeins þrennt í stöðunni og það er að draga fyrir sólina og loka augunum fyrir staðreyndum, mála hjá sér eða gera allsherjartiltekt. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að annar hver maður er að selja gamalt dót á Facebook eða í Kolaportinu.

Húsgagnahönnuðir leita aftur í tímann og eru greinileg áhrif frá sjötta áratugnum. Það er bara búið að pakka þeim inn í glanspakkningar. Gamli „seventís“ appelsínuguli verður tærari og í háglansandi áferð og jafnvel stundum út í bleikt. Það sem var úr bronsi hér á árum áður er nú krómað eða jafnvel með reyklituðu krómi og áklæðin eru með glansáferð, ull eða hör.

Og gullið er að koma aftur. Meira að segja Diamantini&Domeniconi sýnir nú Cucu-klukkuna í gullituðu. Ég hef reynt að halda gullinu svolítið á lofti á eigin heimili en sú herferð hefur aðallega gengið út á að færa eina gullpallíettupúðann á heimilinu á milli herbergja þannig að það virki svolítið eins og maður eigi þá í tugatali. Og svo hefur gengið ágætlega að innleiða bleika litinn á heimilið án þess að karlarnir, sem með búa með mér, geri miklar athugasemdir. Ég hef vanið mig á það að framkvæma inni á heimilinu án þess að vera að ræða það eitthvað sérstaklega. Á dögunum ákvað ég að þó að breyta aðeins til og spurði eiginmanninn hvort við ættum ekki að mála strigaklædda rennihurð í bleikum lit til að hafa hana í stíl við ákveðin húsgögn. Viðbrögðin voru alls ekki eins og ég átti von á því hann sagði þvert nei. Rökin voru að bleiki liturinn passaði ekki við hönnun Sigvalda Thordarsonar. Í framhaldinu fékk hann tengdaföður sinn og aðra smekkmenn í fjölskyldunni með sér í lið. Akkúrat núna halda þeir að björninn sé unninn en þeir vita ekki að ég hef eitt tromp á hendi... Ég ætla aldrei að ræða „einhverja svona hluti“ aftur. Ef ég hefði bara málað hurðina er ekki svo víst að hann hefði tekið eftir því.

Í erlendum húsbúnaðarblöðum má sjá mikið af dökkum parketlögðum gólfum, dökkum viðarklæðningum á veggjum og svo hafa húsgögn úr við sjaldan verið vinsælli. Armstóllinn Cherner frá Cherner er gott dæmi um húsgagn sem hefur allt til að bera og ætti fólk að leita eftir stólum í þessum stíl. Til þess að hressa ennfrekar upp á heimilið má alveg mæla með fallegum hliðarborðum í glöðum litum eða jafnvel pullum. Sá sem myndi byrja að flytja inn litríkar gamlar hippapullur myndi pottþétt gera það gott. Eina fyrir mig, takk!

Minotti húsgögn.
Minotti húsgögn. Ljósmynd/Federico Cedrone
Cucu klukka
Cucu klukka
Armstóllinn Cherner frá Cherner fæst í Módern.
Armstóllinn Cherner frá Cherner fæst í Módern. mbl.is
Bleik sjöa frá Arne Jacobsen sem fæst í Epal.
Bleik sjöa frá Arne Jacobsen sem fæst í Epal. mbl.is
PH ljósið fæst í Epal.
PH ljósið fæst í Epal.

Ráðherra þvertekur fyrir óstundvísi

14:37 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra kannast ekkert við það að vera óstundvís.   Meira »

Fyrsta brúðkaup Katrínar Middleton

12:00 Löngu áður en Katrín Middleton giftist Vilhjálmi Bretaprinsi og varð hertogaynja af Cambridge var hún farin að láta til sín taka í glæsilegum brúðkaupum. Meira »

Sigvalda-íbúð við Háaleitisbraut

09:00 Skandinavískur stíll er áberandi í heillandi íbúð við Háaleitisbraut. Blokkin er reyndar engin venjuleg blokk því íbúðin er í annarri Sigvalda-blokkinni. Blokkin er hönnuð af Sigvalda Thordarsyni arkitekt sem þykir hafa sett mikinn svip á byggingarlist á Íslandi. Blokkin er byggð 1964 og er íbúðin sjálf 143 fm að stærð. Meira »

20 kg of þung og þráir brjóstaminnkun

06:00 „Ég nota brjóstahaldara af stærðinni 36 GG og dreymir um að hafa minni brjóst. Ég get ekki legið á bakinu eða maganum út af þeim og sit mjög oft hokin því ég fæ í bakið af þunganum. Það eru tvær ástæður sem stoppa mig samt í að fara í aðgerð, kostnaður og hræðsla við aðgerðina sjálfa og eftirkvilla.“ Meira »

Bjössi og Dísa styrktu Landsbjörg

00:19 Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir í World Class gáfu Landsbjörg 700 gjafakort í baðstofuna í World Class í Laugum. Í baðstofunni er hægt að hafa það reglulega notalegt, fara í ótal gufuböð og kaldan pott svo eitthvað sé nefnt. Baðstofan í Laugum er einn vinsælasti spa staður landsins og því ætti að vera slegist um gjafakortin. Meira »

97 milljóna íbúð við Mánatún

Í gær, 21:37 Við Mánatún í Reykjavík stendur glæsileg íbúð sem er búin ákaflega fallegum húsgögnum sem er raðað saman af mikilli smekkvísi. Meira »

Greta Salóme í fanta formi á Taílandi

í gær „Ég og kærastinn minn erum búin að ætla til Taílands í æfingaferð í langan tíma og létum loksins verða að því núna. Þetta er búið að vera rosalegt ár hjá mér og varla mínúta í frí þannig að það var kominn tími á þetta,“ segir Greta Salóme í samtali við Smartland. Meira »

Kemst ekki í sund vegna stórra brjósta

Í gær, 18:37 „Brjóstin á mér hafa alltaf hrjáð mig þegar kemur að hreyfingu, fatakaupum og bara í öllu. Ég hef alltaf þurft að kaupa of stór föt svo brjóstin komist líka fyrir og ég fæ ekki brjóstahaldara á mig á Íslandi. Þetta gerir það að verkum að ég get ekki farið í sund vegna þess að sundbolir eru ekki fáanlegir fyrir mig nema þeir séu sérsaumaðir.“ Meira »

Hvernig er samband þitt við peninga?

í gær Kostir þess að kynnast peninga-DNA-inu sínu eru ótvíræðir. Aukin sjálfsþekking er alltaf til góðs og veitir okkur tækifæri til að horfast í augu við sjálf okkur eins og við erum. Með skilninginn að vopni getum við breytt til hins betra,“ segir Edda Jónsdóttir. Meira »

Jökull mætti með kærustuna frá Búðardal

í gær Jökull Júlíusson söngvari Kaleo er staddur á landinu og lét sig ekki vanta á Þorrablót Aftureldingar sem fram fór í íþróttahúsinu að Varmá á laugardaginn. Hann mætti með kærustuna, Telmu Fanneyju Magnúsdóttur frá Búðardal, og skemmtu þau sér vel eins og þorri Mosfellinga. Meira »

Er box nýjasta æðið í líkamsræktinni?

í gær Fyrirsætur víðs vegar um heim deila því iðulega með aðdáendum sínum hvernig þær halda sér í formi.  Meira »

Tyggðu oftar ef þú vilt grennast

í gær Hvernig þú borðar matinn þinn er nánast jafnmikilvægt og hvaða mat þú borðar segja næringarfræðingar.  Meira »

Kærastinn hefur áhyggjur af stærðinni

í fyrradag „Ég varð nýverið ástfangin af dásamlegum manni. Í byrjun sambandsins spurði hann mig hvort hann væri með stærsta typpi sem ég hefði nokkurn tímann haft kynni af. Það kom svo mikið fát á mig að svaraði honum sannleikanum samkvæmt.“ Meira »

Svona býr Ivanka Trump

í fyrradag Það væsir svo sannarlega ekki um dóttur nýkjörins forseta Bandaríkjanna en hún festi nýlega kaup á þessu stórglæsilega húsi ásamt eiginmanni sínum. Meira »

Nú mega lokkarnir fjúka

í fyrradag Tískuspekúlantar vilja meina að stutt og heilbrigt hár verði það allra heitasta í hártískunni árið 2017. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hafa stjörnurnar lagt línurnar að undanförnu. Meira »

Ari Eldjárn lét sig ekki vanta

22.1. Grínarinn Ari Eldjárn mætti galvaskur á Fjarskaland.  Meira »