Gull, glansefni og stuð

Minotti hliðarborð fást í Módern.
Minotti hliðarborð fást í Módern.

Þetta er dálítið eins og líta í spegil nývaknaður. Í þessu ástandi er aðeins þrennt í stöðunni og það er að draga fyrir sólina og loka augunum fyrir staðreyndum, mála hjá sér eða gera allsherjartiltekt. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að annar hver maður er að selja gamalt dót á Facebook eða í Kolaportinu.

Húsgagnahönnuðir leita aftur í tímann og eru greinileg áhrif frá sjötta áratugnum. Það er bara búið að pakka þeim inn í glanspakkningar. Gamli „seventís“ appelsínuguli verður tærari og í háglansandi áferð og jafnvel stundum út í bleikt. Það sem var úr bronsi hér á árum áður er nú krómað eða jafnvel með reyklituðu krómi og áklæðin eru með glansáferð, ull eða hör.

Og gullið er að koma aftur. Meira að segja Diamantini&Domeniconi sýnir nú Cucu-klukkuna í gullituðu. Ég hef reynt að halda gullinu svolítið á lofti á eigin heimili en sú herferð hefur aðallega gengið út á að færa eina gullpallíettupúðann á heimilinu á milli herbergja þannig að það virki svolítið eins og maður eigi þá í tugatali. Og svo hefur gengið ágætlega að innleiða bleika litinn á heimilið án þess að karlarnir, sem með búa með mér, geri miklar athugasemdir. Ég hef vanið mig á það að framkvæma inni á heimilinu án þess að vera að ræða það eitthvað sérstaklega. Á dögunum ákvað ég að þó að breyta aðeins til og spurði eiginmanninn hvort við ættum ekki að mála strigaklædda rennihurð í bleikum lit til að hafa hana í stíl við ákveðin húsgögn. Viðbrögðin voru alls ekki eins og ég átti von á því hann sagði þvert nei. Rökin voru að bleiki liturinn passaði ekki við hönnun Sigvalda Thordarsonar. Í framhaldinu fékk hann tengdaföður sinn og aðra smekkmenn í fjölskyldunni með sér í lið. Akkúrat núna halda þeir að björninn sé unninn en þeir vita ekki að ég hef eitt tromp á hendi... Ég ætla aldrei að ræða „einhverja svona hluti“ aftur. Ef ég hefði bara málað hurðina er ekki svo víst að hann hefði tekið eftir því.

Í erlendum húsbúnaðarblöðum má sjá mikið af dökkum parketlögðum gólfum, dökkum viðarklæðningum á veggjum og svo hafa húsgögn úr við sjaldan verið vinsælli. Armstóllinn Cherner frá Cherner er gott dæmi um húsgagn sem hefur allt til að bera og ætti fólk að leita eftir stólum í þessum stíl. Til þess að hressa ennfrekar upp á heimilið má alveg mæla með fallegum hliðarborðum í glöðum litum eða jafnvel pullum. Sá sem myndi byrja að flytja inn litríkar gamlar hippapullur myndi pottþétt gera það gott. Eina fyrir mig, takk!

Minotti húsgögn.
Minotti húsgögn. Ljósmynd/Federico Cedrone
Cucu klukka
Cucu klukka
Armstóllinn Cherner frá Cherner fæst í Módern.
Armstóllinn Cherner frá Cherner fæst í Módern. mbl.is
Bleik sjöa frá Arne Jacobsen sem fæst í Epal.
Bleik sjöa frá Arne Jacobsen sem fæst í Epal. mbl.is
PH ljósið fæst í Epal.
PH ljósið fæst í Epal.

Arnar Gauti tók til hendinni

15:00 Arnar Gauti Sverrisson sá um að gera og græja í þessari íbúð við Álfkonuhvarf í Kópavogi. Smartland skoðaði eldhúsið þegar það var tekið í gegn 2015. Meira »

Svört jólatré gera allt vitlaust

13:41 Hvítu handrenndu jólatrén frá Postulínu prýða heimili margra fagurkera, en þau voru fyrst framleidd árið 2012. Í ár eru trén fyrst fáanleg í svörtu, en um sérverkefni fyrir NORR11 er að ræða. Meira »

Einni áhugaverðustu bókinni fagnað

13:00 Bókin Vargöld eftir Andra, Jón Pál og Þórhall kom út á dögunum en hún fékk tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin fjallar um vægðarlausa veröld Óðins þar sem mönnum eru sköpuð örlög og alls ekki alltaf blíð. Meira »

Drykkurinn sem heldur Unni á mottunni

10:45 Unnur Pálmarsdóttir gefur hér uppskrift að drykk sem heldur okkur inni á beinu brautinni í desember þar sem freistingar eru á hverju strái. Meira »

Hinn fullkomni desember (eða þannig)

09:00 Það er leikur einn að baka nokkrar sortir og gera fallegt í kringum sig. Aðalmálið er að virkja fjölskyldumeðlimi og gera ekki of miklar kröfur heldur njóta augnabliksins og reyna að hafa svolítið gaman. Meira »

Hefur misst allan áhuga á kynlífi

06:00 „Á síðustu fimm árum hef ég misst allan áhuga á kynlífi. Þetta hefur nú þegar kostað mig eitt samband og ég hef áhyggjur af því að nýja og yndislega kærastan mín muni einnig yfirgefa mig.“ Meira »

Er þessi klauf ekki í hærra lagi?

Í gær, 21:21 Söngdrottningin Mariah Carey er ekki þekkt fyrir að ganga í efnismiklum klæðnaði, enda er hún hæstánægð með línurnar. Þetta sýndi hún og sannaði þegar hún skellti sér út að borða í síðustu viku og klæddist þessum líka sérdeilis skrautlega kjól. Meira »

Svona mun lúxus-eyja DiCaprio líta út

Í gær, 23:59 Fyrstu tölvuteikningarnar af því hvernig eyja leikarans Leonardo DiCaprio mun líta út eru komnar á yfirborðið. Leikarinn mun vera að taka eyjuna í gegn og breyta henni í vistvænt lúxus-aðsetur. Breytingarnar hafa verið í bígerð síðan í ágúst í fyrra. Meira »

„Finndu þér þinn eigin stíl kona“

Í gær, 18:21 „Þetta er bara illa málað. Myndefnið er þó mjög svipað, þetta eru skálar og ávextir og þetta borið fram á hátt sem ég er búinn að vera að þróa undanfarin 30 ár. Þarna er einfaldlega verið að stela,“ segir Pétur Gautur um málverkasýningu á kaffihúsinu Energia. Meira »

Beckham-hjónin selja villuna

í gær Stjörnuhjónin David og Victoria Beckham hafa sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu, en eignina keyptu þau árið 2007 eftir að David gerði samning við fótboltaliðið LA Galaxy. Meira »

Bestu vinirnir gera eitthvað kreisí

í gær „Kvenorkan ólgar eins og iður jarðar þegar konur koma saman á aðventunni og systralagið skín af okkur. Því jólin og aðventan er það sem skiptir okkur máli, samvera, fjölskyldan, fegurðin og ekki síst blingið og glitrandi skrautið. Þá er nú gaman að vera ekki með skegg og geta bara sameinast um að gera eitthvað kreisí og helst með englaryki.“ Meira »

Lóa Pind á lausu

í gær Fréttakonan Lóa Pind Aldísardóttir er á lausu. Lóa er ein af þeim sem glóir af þokka á sjónvarpsskjáum landsmanna.   Meira »

Sólveig Andrea „mubleraði“ upp

í gær Við Grandaveg í Reykjavík er verið að byggja splunkunýjar íbúðir. Innanhússarkitektinn Sólveig Andrea fékk það verkefni að „mublera“ íbúðina upp. Sólveig Andrea starfar sjálfstætt en hún útskrifaðist 1998 úr Istituto Superiore di Architettura e Design MILANO. Meira »

Hjónabandið hófst með framhjáhaldi

í fyrradag „Eitt kvöldið, þegar ég var á Skype með kærastanum mínum, fórum við að rífast um hversu vel ég væri að skemmta mér úti í stað þess að einbeita mér að sambandinu. Ég fullvissaði hann um að það væri bara mikið að gera í skólanum. Hann skildi mig ekki og lét mér líða hræðilega fyrir að njóta mín í skiptináminu. Ég skellti á hann, greip með mér vínflösku og fór og hitti nokkra vini. Það var þá sem ég kynntist æðislegum manni. Hann var frá London, bláeygður og með æðislegan líkama. Ég var dottin í lukkupottinn.“ Meira »

Elskar flíkur með sál og sögu

í gær Hrefna Daníelsdóttir lífsstílsbloggari og ritari á fasteignasölunni Hákoti gekk nýlega til liðs við bloggsamfélagið Trendnet en hún hefur bloggað af mikilli ástríðu um tísku og falleg heimili síðan árið 2012. Meira »

8 hlutir sem þú ættir ekki að nota

í fyrradag Kaffihylki urðu mjög vinsæl fyrir nokkrum árum þegar þau komu fram á sjónarsviðið, enda handhæg og þægileg. Hylkin eru búin til úr plasti og áli, en það er ákaflega erfitt að endurvinna þau. Þar af leiðandi enda milljarðar slíkra hylkja í landfyllingum á hverju ári. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.