Upplifunarhönnuður hjá Nasa á leið til Íslands

Nelly Ben Hayoun.
Nelly Ben Hayoun.

Upplifunarhönnuðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Nelly Ben Hayoun hefur verið nefnd „Willy Wonka hönnunar og vísinda“. Hún vinnur með vísindamönnum, verkfræðingum og listamönnum og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín. Hún er einn af gestum alþjóðlegu ráðstefnunnar You are in Control sem haldin er í sjöunda sinn dagana 3. og 4. nóvember í Bíó Paradís.

Skapandi greinar mætast á ráðstefnunni eins og hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, leiklist, kvikmyndagerð og myndlist. Þema ráðstefnunnar er skapandi samsláttur (e. Creative Synergy), þar sem áhersla er lögð á verkefni og skapandi fólk sem vinnur þvert á eða milli listgreina og rýnt í hvaða nýju tækifæri er að finna í þessum samslætti.

Auk Nelly Ben Hyoun kemur Christine Boland fram en hún er sannkallaður alkemisti og er fræg fyrir svokallað „Trend Forecasting“ á sviði tísku, hönnunar og neyslumynstra.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Zebra Katz hefur fengið verðskuldaða athygli fyrir að vinna þvert á listgreinar í tónlist sinni. Hann kemur einnig fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár; Vala Halldórsdóttir, aðalritstjóri QuizUp, frumkvöðull og leikstjóri; Edward Nawotka, ritstjóri og stofnandi Publishing Perspectives sem er leiðandi nettímarit um útgáfumál og hefur verið nefnt „BBC bókaheimsins“; og svo auðvitað Nelly Ben Hayoun, en hún stjórnar The International Space Orchestra og vinnur m.a. með NASA, The SETI Institute og WeTransfer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál