Grænn kostur til sölu (en samt ekki alveg)

Svona lítur Grænn kostur út að utan.
Svona lítur Grænn kostur út að utan.

Á fasteignavef mbl.is er húsnæðið sem hýst hefur Grænan kost frá upphafi auglýst til sölu. Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er kölluð, og Hjördís Gísladóttir stofnuðu veitingastaðinn árið 1995 og varð hann fljótt einn vinsælasti heilsustaður landsins. Það var ekkert skrýtið enda bauð enginn veitingastaður upp á hveiti-, ger- og mjólkurlausa grænmetisrétti á þessum tíma og þeir sem vildu lifa á jurtafæði tóku ástfóstri við staðinn.

Árið 2004 skildu leiðir Hjördísar og Sollu þegar sú fyrrnefnda keypti þá síðarnefndu út úr fyrirtækinu. Árið 2007 seldi Hjördís veitingastaðinn til Himneskrar hollustu sem Solla stýrði á sínum tíma. Árið 2008 bárust fréttir af því að Róbert Wessman eða fyrirtæki hans, Salt Investments, hefði í samstarfi við hluthafa sömu fyrirtækja keypt Grænan kost, Mann lifandi, Bíóvörur og Himneska hollustu.

„Í til­kynn­ingu seg­ir að mark­mið sam­ein­ing­ar­inn­ar sé að búa til öfl­ugt fyr­ir­tæki, sem bygg­ist á þeirri sýn, að hollt mataræði stuðli að heil­brigði og auki lífs­gæði. Yf­ir­lýst mark­mið nýja fé­lags­ins sé að bæta mataræði og neyslu­venj­ur ungra sem ald­inna og huga jafn­framt að út­víkk­un á starf­semi fé­lags­ins til annarra landa,“ sagði á frétt mbl.is um málið.

Hjördís Ásberg, fyrrverandi eigandi Manns lifandi, eignaðist húsnæðið við Skólavörðustíg 8 árið 2009 en síðan í september 2010 hefur húsnæðið verið í eigu einkahlutafélagsins Vatnsholt ehf.

Á dögunum keypti Solla Eiríks nafnið Grænn kostur úr þrotabúi Lifandi markaðar um leið og fyrirtæki hennar Gló keypti þrotabú fyrirtækisins í Fákafeni og í Hæðarsmára.

Verðið á húsnæðinu sem stendur við Skólavörðustíg 8 er ekki gefið upp en fasteignamat húsnæðisins er 30.650.000 kr.

Staðurinn var hannaður á sínum tíma af Guðjóni Bjarnasyni arkitekt …
Staðurinn var hannaður á sínum tíma af Guðjóni Bjarnasyni arkitekt og þótti afar smart.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál