Steinunn Ólína missti áhugann á dauðum hlutum

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. mbl.is/Brynjar Gauti

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og ritstjóri Kvennablaðsins missti allan áhuga á húsgögnum, bollastellum og veraldlegum hlutum þegar hún flutti til Bandaríkjanna fyrir þónokkrum árum. Þegar hún er spurð að því hvers vegna þetta hafi gerst segir hún að það sé vegna bindingarinnar.

„Það er bindingin sem því fylgir að eiga mikið dót sem drap áhuga minn á hlutasöfnun. Þegar við Stefán fluttum til Bandaríkjanna gáfum við nánast allt innbúið okkar nema bækur og myndir og ég sakna einskis. Það fylgir þvi mikil frelsistilfinning að vera ekki klafbundin yfir fasteignum eða munum og geta fært sig úr stað vandkvæðalaust.“

Finnur þú fyrir auknu frelsi við það að losna við húsgögnin úr lífinu? „Já, það veitir mér bara enga hamingju að eiga neitt lengur. Kannski bara hvarf það við að upplifa blankheit í Bandaríkjunum. Það veitir mér undarlega öryggistilfinningu núorðið að eiga ekkert.“

Nú varstu hér áður fyrr að gera upp íbúðir og hús og allskonar. Getur verið að þú hafir „overdosað“ á því?

„Nei, alls ekki. Við erum til dæmis að fara á kaf í það að laga garðinn í húsinu sem við leigjum núna. Það er bara hobbý og gaman að djöflast í garðvinnu og gróðursetningu, eiginlega það eina í heiminum sem meikar sens. En við verðum ekki leigjendur í þessu húsi nema stuttan tíma svo að við eigum örugglega eftir að djöflast víðar í framtíðinni og skilja við þennan garð án eftirsjár.

Áður en þú misstir áhugann á hlutum fyrir hverju snobbaðir þú? „Þetta er dálítið erfið spurning því ég er ekkert merkjafrík þó ég hafi gaman af fallegri hönnun. Það er bara búið að brenna fyrir það að mig langi til að eiga hana. Ef ég snobba fyrir einhverju þá eru það dýrar eldhús og heimilisgræjur sem ég er veikust fyrir, flottir hnífar, pottar, kaffivélar, hraðvirkar þvottavélar, það er smá heimilistækjapervert í mér og mér væri ekkert á móti skapi að drepast á göngu í verslunum Williams-Sonoma.“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Júlía Stefánsdóttir og Þorsteinn Stefánsson.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Júlía Stefánsdóttir og Þorsteinn Stefánsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál