Flottheitin gerast ekki meiri

Í stofunni er appelsínugulur sófi og pálmatréð í bakgrunninum gerir …
Í stofunni er appelsínugulur sófi og pálmatréð í bakgrunninum gerir mikið fyrir heildarmyndina. Ljósmynd/Linda Alfvegren/Agent Bauer

Smartland Mörtu Maríu er undir töluverðum sænskum áhrifum þessa dagana eftir að hafa heimsótt Svíþjóð á dögunum. Sænskar spariguggur eru ekki bara fallega klæddar upp til hópa heldur eru heimili þeirra í flestum tilfellum einstök. Sér í lagi hjá þeim sem kjósa að opna heimili sín fyrir alþjóð eins og Anna gerði. Hún býr í Bromma sem er rétt fyrir utan Stokkhólm. Vefurinn The Way We Play heimsótti hana í haust og myndaði heimili hennar í bak og fyrir.

Það sem einkennir heimili Önnu er hvað litapallettan er mjúk og hvað allt er vandað. Á gólfunum er parket með fiskibeinamunstri og eru flestir veggir hvítmálaðir. Appelsínugulur sófi prýðir stofuna og í húsinu eru innbyggðar hillusamstæður í grábláum tón.

Heimilið er búið ákaflega vönduðum húsgögnum. Anna er til dæmis með kúluvasann sem fæst í Svenskt Tenn, sem er ein fínasta verslun Stokkhólms, og hún er líka með leðurstóla í eldhúsinu sem fást hérlendis í Casa. HÉR er hægt að skoða heimilið í heild sinni.

Bókaskápurinn í stofunni kemur vel út.
Bókaskápurinn í stofunni kemur vel út. Linda Alfvegren/Agent Bauer
Pálmatréð í stofunni setur einstakan svip á heimilið.
Pálmatréð í stofunni setur einstakan svip á heimilið.
Blómavasinn úr Svenskt Tenn prýðir eldhúsborðið. Innréttingabloggarar í Svíþjóð eru …
Blómavasinn úr Svenskt Tenn prýðir eldhúsborðið. Innréttingabloggarar í Svíþjóð eru mjög hrifnir af þessum vasa. Linda Alfvegren/Agent Bauer
Litapallettan á þessu heimili er guðdómleg.
Litapallettan á þessu heimili er guðdómleg. Linda Alfvegren/Agent Bauer
Fiskibeinamunstur í parketi þykir æði heitt þessa dagana.
Fiskibeinamunstur í parketi þykir æði heitt þessa dagana. Linda Alfvegren/Agent Bauer
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál