Skattakóngur selur um 200 milljóna hús

Jóhann Tómas Sigurðsson, einn af skattakóngum landsins síðustu ár, hefur sett glæsilegt hús sitt við Stigahlíð 68A á sölu. Hann starfar í tæknigeiranum og hefur gert það ansi gott. Húsið við Stigahlíð var byggt 2009 og er 480 fm að stærð. Fasteignamat hússin er rúmlega 172 milljónir en mikið hefur verið lagt í innviði þess. Þar má til dæmis sjá ansi flottan arinn sem stendur úti á miðju gólfi í stofunni. 

Halldóra Vífilsdóttir arkitekt hannaði húsið að innan í samráði við Gunnar S. Óskarsson arkitekt hússins. Í dag er Halldóra forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og er stjórnarformaður Hönnunarsjóðsins.

Húsið við Stigahlíð er í heild sinni ákaflega fallegt og vel heppnað. Í húsinu hefur verið vandað til verka og óhætt að segja að þar sé bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Þess má til gamans geta að lokaatriði Áramótaskaupsins 2015 var tekið upp í húsinu. 

HÉR er hægt að skoða húsið nánar.  



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál