Nýtt eldhús fyrir 7.000 kr.

Hulda Hrund Jónasdóttir félagsfræðingur fékk nýtt eldhús þegar hún málaði …
Hulda Hrund Jónasdóttir félagsfræðingur fékk nýtt eldhús þegar hún málaði innréttinguna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hulda Hrund Jónasdóttir félagsfræðingur býr í notalegri íbúð í úthverfi Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum og tveimur ungum börnum. Hún er mikið heima og vill hafa fallegt í kringum sig. Á dögunum ákvað hún að breyta eldhúsinu með því að mála eldhúsinnréttinguna. 

Svona leit eldhúsið út áður en Hulda Hrund málaði það.
Svona leit eldhúsið út áður en Hulda Hrund málaði það. Ljósmynd/Úr einkasafni
Hulda Hrund er mjög handlagin og hefur síðan hún var krakki haft gaman af því að breyta og bæta. Eftir að hún festi kaup á íbúð ásamt eiginmanni sínum hefur það orðið að áhugamáli að fegra heimilið. Hulda Hrund var orðin leið á viðarinnréttingunni sem var í eldhúsinu þegar þau hjónin keyptu íbúðina. Hún ákvað því að taka málin í sínar hendur og málaði innréttinguna sjálf. Hún fékk innblástur á síðunni Skreytum hús á Facebook og ákvað að skella sér í þetta.

„Ég var búin að hugsa þetta lengi því mig langaði í ljósari innréttingu. Ég miklaði þetta fyrir mér. En eftir að hafa fylgst með á Skreytum hús sá ég hvað þetta virkaði lítið mál og ákvað að prófa,“ segir Hulda Hrund.

Hún fór í Slippfélagið og keypti hvíta litinn hennar Rutar Kára innanhússarkitekts. Hann er hvítur með örlítið gráum tóni.

Hulda Hrund tók hurðirnar af innréttingunni og líka höldurnar áður en hún lakkaði þær. „Ég pússaði smá með fínum sandpappír, grunnaði og málaði svo þrjár umferðir af lakkinu en pússaði alltaf á milli umferða,“ segir hún.

Hún penslaði innréttinguna ekki heldur notaði lakkrúllu en notaði pensil á þá staði sem ekki er hægt að rúlla.

Þegar Hulda Hrund er spurð hvað verkefnið hafi tekið langan tíma segir hún að þetta hafi tekið hana tvær vikur.

„Ég byrjaði á efri skápunum og tók svo neðri, ég málaði skápana líka að innan. Málaði umferð á kvöldin, svo fór mestur tíminn í að bíða eftir að málningin þornaði til að geta málað næstu umferð. Það tók á þolinmæðina,“ segir hún.

Eldhúsð er eins og nýtt eftir að Hulda Hrund málaði …
Eldhúsð er eins og nýtt eftir að Hulda Hrund málaði það. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hulda Hrund miklaði þetta fyrir sér í upphafi en eftir að hafa hjólað í verkið segir hún að það geti allir gert þetta. „Fyrst ég gat þetta geta þetta allir,“ segir hún og hlær.

Hvað fannst þér breytast við heimilið eftir að þú málaðir innréttinguna? „Það varð miklu bjartara yfir öllu,“ segir hún.

Þegar hún er spurð hvað hún fái út úr því að gera fallegt í kringum sig segir hún að það sé ósköp einfalt.

„Heimilið er áhugamálið mitt. Mér líður vel þegar það er fallegt í kringum mig og það er mikilvægt að líða vel á heimilinu sínu. Ég er mikið heima á kvöldin því ég á tvö lítil börn svo ég er alltaf að horfa í kringum mig og finna upp á einhverju nýju að dúlla mér við hérna heima,“ segir hún.

Hulda Hrund lakkaði innréttinguna.
Hulda Hrund lakkaði innréttinguna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál