Notar heimilið sem tilraunastofu

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Framnesveg í Reykjavík stendur glæsileg íbúð sem er í eigu innanhússarkitektsins Sverris Þórs Viðarssonar og Sigurrósar Pálsdóttur. Íbúðin er 122 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 1959. Það sem einkennir íbúðina er, fyrir utan smekklegt val á húsgögnum, hvað hún er máluð í fallegum litum. Ég hafði samband við Sverrir og spurði hann út í litapallettuna. 

„Ég byrjaði á því að mála alla íbúðina hvíta og breytti síðan með tímanum og fann út hvaða rými og veggi ég vildi hafa með öðrum lit þegar ég var búinn að mublera upp á þann hátt sem ég vil. Það er sem betur fer ekkert mál að mála einn og einn vegg og fólk á að vera óhrætt við tilraunir með það. Ég er með það mikla liti í málverkum, húsgögnum og hlutum í stofu og borðstofu þannig að ég vildi hafa veggina hvíta þar.
Ég valdi frekar dökkan grábláan lit á eldhúsið úr NCS litaspjaldi þar sem innréttingin er hvít og vildi ég ná fram andstæðum ásamt því að hafa það rými frábrugðið öðrum í íbúðinni,“ segir Sverrir. 

Inni í svefnherbergi er guðdómlegur veggur í nokkrum litum. Sverrir segir að þau hafi ekki langað í hefðbundinn gafl við hjónarúmið og þess vegna gert þetta svona. 

„Ég setti upp í autocad teikniforriti ákveðna grafík þar sem ég blandaði saman fjórum litum og kassalaga formum. Ég prófaði nokkrar útgáfur þar til ég fann eitthvað sem okkur fannst flott. Mér finnst skemmtilegt að nota heimili mitt sem tilraunastofu og er sífellt að breyta,“ segir hann og bætir við: 

„Ég reyni að koma húsgögnum þannig fyrir að þau njóti sín sem best en er líka óhræddur við að færa þau til og prófa nýja staði. Nú vantar mig meira pláss fyrir börnin og hlutina okkar og því erum við að selja,“ segir hann. 

Af fasteignavef mbl.is: Framnesvegur 65 

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál