Sögufrægt hús til sölu á 225 milljónir

Þingholtsstræti 25 er glæsilegt hús með mikla sögu.
Þingholtsstræti 25 er glæsilegt hús með mikla sögu.

Húseignin við Þingholtsstræti 25 er komin á sölu. Um tíma var gistiskýli rekið í húsinu en þar gátu þeir hallað höfði sínu sem ekki höfðu í önnur hús að vernda. Húsið sjálft er glæsilegt og með merkilega sögu. Það er alls 563 fm að stærð og var byggt í kringum 1884. Húsið er mjög sögufrægt því lengi vel gekk það undir nafninu Farsóttarhúsið. 

„Þetta er líklega fyrsti spítalinn sem byggður var á íslandi gagngert sem spítali. Húsið var reist árið 1882 sem Sjúkrahús Reykjavíkur og var aðalsjúkrahús borgarinnar frá þeim tíma til ársins 1902, þegar Landakotsspítali var settur á stofn. Þá tók Landakot við sem nýtískusjúkrahús. Þetta hús var hins vegar gert að farsóttarsjúkrahúsi fyrir þá sjúklinga sem þurftu að vera í einangrun,“ sagði Guðjón Friðriksson sagnfræðingur í Helgarpóstinum 1988. 

„Á bak við það stóð líkhús, en fyrir og um aldamótin hafði Læknaskólinn aðsetur í Farsóttarhúsinu, og þá fóru krufningar fram í líkhúsinu á bak við.  Þar var meðal annarra krufinn Þórður Malakoff og margar frægar sögur eru til um krufningar í því húsi. Þá tilheyrði líkt og nú að hafa líkhús í tengslum við sjúkrahús, og mér þótti skrýtið að líkhúsið skyldi vera rifið niður þegar farið var að gera þetta hús upp. Það var Helgi Helgason sem teiknaði og reisti þetta hús.“ 

Húsið er fjórlyft og stendur á besta stað í Þingholtunum.
Húsið er fjórlyft og stendur á besta stað í Þingholtunum.
Bak við hús er bílastæði og tvöföld hurð.
Bak við hús er bílastæði og tvöföld hurð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál