Frægir keyptu og seldu!

Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir.
Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir. mbl.is/Freyja Gylfa

Mest lesna fasteignafrétt Smartlands er fréttin um húsið við Árland 1 sem Steingrímur Wernersson setti á sölu. Fasteignamat hússins var 195 milljónir þegar það var sett á sölu og var brunabótamat 169 milljónir. 

Árland 1 í Fossvogi.
Árland 1 í Fossvogi.

Árland 1 var byggt 2007 og var ekk­ert til sparað til að gera húsið sem glæsi­leg­ast. Húsið er 584 fm að stærð með heit­um potti í garðinum, tveim­ur inn­isund­laug­um og þar af einni öldu­laug. Húsið stend­ur á skjólgóðum stað í Foss­vogi og er húsið byggt í U sem ger­ir það að verk­um að í skot­inu hjá U-inu verður afar hlýtt á góðviðris­dög­um. 

Frétt af Smartlandi: Eitt dýrasta hús landsins komið á sölu

Selma Björnsdóttir seldi íbúð sína við Barmahlíð.
Selma Björnsdóttir seldi íbúð sína við Barmahlíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Söngkonan, leikkonan og leikstjórinn Selma Björnsdóttir ákvað að flytja á árinu sem er að líða. Selma setti íbúð sína við Barmahlíð á sölu og viti menn. Íbúðin seldist á korteri eða svo, sem er ekkert skrýtið, því fréttin um að Selma væri að selja er næstmestlesna fasteignafrétt Smartlands 2016. 

Frétt af Smartlandi: Selma selur Barmahlíðina

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

 

Smartland flutti fréttir af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir hafi búið í krúttlegu húsi á Lokastíg þegar þau stofnuðu Wintris, sem er félag í þeirra eigu sem var hýst í Panama. 

Frétt af Smartlandi: Hér bjuggu þau þegar Wintris var stofnað

Ódýrasta íbúð ársins var til umfjöllunar á Smartlandi. Um er að ræða 23 fm kjallara við Karlagötu í Reykjavík. Handlaginn hefði getað breytt þessum 23 fm í höll með málningu, nýjum gólfefnum og fleiru. 

Frétt af Smartlandi: 8,5 milljóna íbúð

Magnús Orri Schram og Herdís Hallmarsdóttir með börnin, Hallmar Orra …
Magnús Orri Schram og Herdís Hallmarsdóttir með börnin, Hallmar Orra Schram og Sigríði Maríu Egilsdóttur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Svo voru það Magnús Orri Schram og Herdís Hallmarsdóttir sem ákváðu að selja raðhús sitt í Kópavogi. Um er að ræða hús eftir arkitektinn Sigvalda Thordarson og var slegist um húsið eftir að það birtist á Smartlandi. Færri komust að en vildu en vita það allir sem eitthvað vita að það er gott að búa í Kópavogi. 

Frétt af Smartlandi: Magnús Orri og Herdís selja Sigvaldahúsið

Gunnar og Jónína Ben eru að flytja.
Gunnar og Jónína Ben eru að flytja. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Stjörnuparið Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson ákváðu að selja hús sitt við Frostaþing í Kópavogi. 

„Við Jón­ía Ben eig­in­kona mín, höf­um tekið mjög erfiða ákvörðun, þá að selja húsið okk­ar á Íslandi. Húsið er við Frostaþing 13 í Kópa­vogi, en þar höf­um við búið okk­ur griðastað og lagt allt í að gera hluti eins vand­lega og okk­ur hef­ur verið unnt,“ skrif­ar Gunn­ar Þor­steins­son, eða Gunn­ar í Kross­in­um eins og hann er gjarn­an kallaður.

Frétt af Smartlandi: Jónína Ben og Gunnar að flytja

Hér sést umbrot rýmisins betur.
Hér sést umbrot rýmisins betur.

Smartland flutti frétt af því um mitt sumar að ein sérstakasta íbúð miðbæjarins væri komin á sölu. Það er engin lygi því um er að ræða bíósal Stjörnubíós sem breytt var í íbúð - og svona líka huggulega. 

Frétt af Smartlandi: Breytti bíósal í íbúð

Birna Rún Gísladóttir, Katrín Borg Jakobsdóttir og Jakob Frímann Magnússon.
Birna Rún Gísladóttir, Katrín Borg Jakobsdóttir og Jakob Frímann Magnússon. mbl.is/Stella Andrea

Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir settu glæsilega íbúð sína við Bjarkagötu í Reykjavík á sölu. Um er að ræða hæð og kjallara sem seldist fljótt og örugglega. 

Frétt af Smartlandi: Jakob og Birna selja Bjarkargötuna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál