Minotti sækir innblástur í gamla hönnun

„Í sýningarsalnum núna er nýjasta línan eftir Rodolfo Dordoni. Markmið Minotti er að skapa tímalausa hönnun sem breytist og mikið af þeim formum sem verið er að kynna í dag eru „inspireruð“ af gamalli hönnun. Vara frá Minotti þarf að tikka í þrjú box, gæði, hönnun og þægindi. Að ná einu af þessu geta margir og jafnvel tveimur boxum þegar vel tekst til. En öll þrjú geta bara meistararnir, það sem er í gangi núna er mikil dýpt í áferðum og litavali,“ segir Úlfar Finsen í Módern en á dögunum var ný lína frá ítalska hönnunarfyrirtækinu kynnt. 

Hann segir að í nýjustu línunni sé verið að blanda saman mjúkum og hörðum efnum og að litatónarnir séu frekar dempaðir. 

„Þeir eru líka snillingar að finna flotta antikhluti eins og ljós og fleira til að blanda með í sýningarsalnum og stundum verður línan óljós á milli þess sem er gamalt og nýtt. Þá er markmiðinu náð og umhverfið orðið einstakt,“ segir Úlfar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál