Eigendur Borðsins selja marmarahöll

Eigendur veitingastaðarins Borðið við Ægisíðu hafa sett glæsilega íbúð sína á sölu. Íbúðin er ansi vönduð en þar mætast marmari, brass og viður á sjarmerandi hátt. Íbúðin stendur við Hrólfsskálamel 18 og er 310 fermetrar. 

Íbúðin er í eigu hjónanna Jóns Helga Sen Erlendssonar og Martinu Vigdísar Nardini. Auk þess að reka Borðið ásamt vinahjónum sínum starfar hann í byggingarbransanum og hún er læknir. Hjónin hönnuðu íbúðina sjálf og er hugsað út í hvert smáatriði. Fólk sem hefur áhuga á hönnun getur á góða stund í vændum því myndirnar eru algert augnakonfekt. Þau reka einnig fyrirtækið Pipistrello sem framleiðir skurðarbretti, kertastjaka og fleira fallegt til heimilisins. 

Í eldhúsinu er svört viðarinnrétting og eru marmaraborðplötur á þeim. Það sem er sérstakt er að fyrir ofan vegginn eru marmaraflísar og spilar þetta allt ótrúlega vel saman. Marmarinn er sérvalinn af hjónunum en í nýjasta Hús og Híbýli segja þau frá því þegar þau fóru til Ítalíu til að sérvelja marmarann. 

Af fasteignavef mbl.is: Hrólfsskálamelur 18

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál