Snæja og Matti breyttu hreysi í höll

Matthías Kristjánsson og Snæfríður Ingadóttir gerðu upp Hafnarstræti 23.
Matthías Kristjánsson og Snæfríður Ingadóttir gerðu upp Hafnarstræti 23. Ljósmynd/Snæfríður Ingadóttir

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir og eiginmaður hennar, Matthías Kristjánsson húsasmíðameistari, hafa sett smekklega íbúð í innbænum á Akureyri á sölu. Snæja og Matti eins og þau eru kölluð, hugsuðu út í hvert smáatriði þegar þau gerðu íbúðina upp. 

„Við hjónin höfum lengi haft brennandi áhuga á fasteignum og maðurinn minn hefur sérstakan áhuga á gömlum timburhúsum. Í starfi sínu sem húsasmiður hefur hann fengist mikið við endurbætur á aldarmótahúsum svo þetta var sérlega skemmtilegt verkefni fyrir hann,“ segir Snæja ánægð með útkomuna.

Íbúðin sem er 54 fm að stærð er í gömlu timburhúsi við Hafnarstræti. Húsið er sögufrægt fyrir ýmsar sakir, íþróttafélagið KA var t.d stofnað í risinu og Margrét Schiöth sem byggði upp Lystigarðinn á Akureyri bjó líka í húsinu á sínum tíma.    

„Það var kominn tími á endurbætur á íbúðinni. Við nýttum það sem nýtanlegt var og notuðum til dæmis hluta af gólffjölunum sem voru vel breiðar og þykkar í eldhúsbekk, sem og hluta af panelnum og stúklistum.“

Hjónin eru smekkleg og sniðug þegar kemur að því að innrétta fasteignir eins og sést á þessu nýjasta verkefni þeirra. Í eldhúsinu er til dæmis vírnet sem stúkar af borðkrók, en á netið er hægt að hengja hluti báðum megin frá.    Snæfríður veit að það skiptir miklu máli að hver hlutur eigi sinn stað þótt fólk búi smátt og má segja að afbragðsvel hafi til tekist með íbúðina hvað þetta varðar.

Hjónin hafa áður gert upp nokkrar fasteignir en þetta verkefni var með því stærra sem þau hafa fengist við því þegar húsinu var á sínum tíma skipt upp í fjölbýli hafði lítið verið hugsað út í skipulag og hljóðvist og því fór töluverð vinna í það bæta hvoru tveggja.   

„Það var sérstaklega gaman að vinna þetta verkefni því húsið er reisulegt og átti andlitslyftingu skilið,“ segir hún. 

Af fasteignavef mbl.is: Hafnarstræti 23

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál