Súperhollir hafraklattar

Súperhollir hafraklattar frá Ásthildi Björnsdóttur.
Súperhollir hafraklattar frá Ásthildi Björnsdóttur. Ljósmynd/Ásthildur

Einkaþjálfarinn Ásthildur Björnsdóttir útbjó mjög girnilega hafraklatta sem slógu í gegn heima hjá henni.

  • 2 vel þroskaðir bananar - stappaðir
  • 1 stórt epli – rifið niður
  • 3-4 bollar haframjöl
  • 2 egg
  • 2 msk kanill
  • 2 msk chiafræ
  • 3 msk kókosmjöl
  • ¼-½ bolli möndlumjólk (rétt til að bleyta í deiginu)
  • hreint hunang eftir smekk – (sett á klattana þegar þeir eru bakaðir)

Aðferð:

  • Öllu blandað vel saman.
  • Deigið þarf að vera þannig að þú getir mótað litlar kúlur og flatt þær út á bökunarplötunni. 
  • Of þurrt – bættu við meiri mjólk – of blautt bættu við meira haframjöli.
  • Bakað í ofni í um 15 mín við 200 gráður.
  • Þegar yfirborðið er orðið þurrt – taktu þá klattana út úr ofninum og settu pínu hunang yfir hvern og einn klatta – magn fer eftir smekk – ég setti ca ¼ tsk – mjög gott – en líka hægt að sleppa því. 
  • Klattarnir settir aftur inn í ofn og bakað í nokkrar mínútur í viðbót.

HÉR er hægt að fylgjast með Ásthildi en hún bloggar á Smartlandi Mörtu Maríu og deilir oft fáránlega góðum og hollum uppskriftum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert