Frábær fjölskyldufiskur í ofni

Girnilegur fiskur.
Girnilegur fiskur. Ljósmynd/Dröfn

Dröfn Vilhjálmsdóttir matarbloggari á Eldhússögum úr Kleifarselinu útbjó girnilegan fiskrétt með beikoni, eplum og osti.

Uppskrift:

  • 900 g góður hvítur fiskur (ég notaði þorskhnakka)
  • 4 msk hveiti
  • salt & pipar
  • chilikrydd
  • smjör og/eða olía til steikingar
  • 3 græn epli, afhýdd og skorin í bita
  • 1 græn paprika, skorin í bita
  • 1 rauðlaukur, skorinn í bita
  • ca 10 sneiðar beikon
  • 200 g brie-ostur (t.d. brie-hringur)
  • rifinn ostur

Aðferð:

Ofn hitaður í 200 gráður. Fiskurinn er skorinn í hæfilega stóra bita. Salti, pipar og chilikryddi er bætt saman við hveitið og fiskinum velt upp úr hveitiblöndunni. Fiskurinn er því næst steiktur á pönnu á báðum hliðum í örstutta stund og raðað í eldfast mót. Beikonið er skorið eða klippt í litla bita og steikt á pönnu þar til það er orðið stökkt. Þá er beikonið veitt af pönnunni. Eplin, laukurinn og paprikan er því næst steikt upp úr beikonfitunni, þegar það er farið að mýkjast þá er brie-osturinn brytjaður út á pönnuna og leyft að bráðna svolítið, saltað og piprað eftir smekk.

IMG_4195Beikoninu er svo bætt út á pönnuna og allri blöndunni dreift yfir fiskinn.

IMG_4197Að lokum er rifnum osti stráð yfir réttinn og hann settur í ofn við 200 gráður í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og fiskurinn er eldaður í gegn. Borið fram með hrísgrjónum og salati.

IMG_4202Þeim sem þykir sósa nauðsynleg verða ekki sviknir af því að bera fram þessa sósu með réttinum:

<strong>Jógúrtsósa með fetaosti:</strong>

<ul> <li>2 dl grísk jógúrt</li> <li>1 hvítlauksrif, pressað</li> <li>ca 100 g fetaostur (ekki í olíu)</li> <li>salt, pipar og smáchilikrydd</li> </ul>

Aðferð:

Allt hrært saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert