Klístruð kornflex terta með bananarjóma og saltri karamellusósu

Súpergirnileg kaka.
Súpergirnileg kaka. Ljósmynd/Eldhúsperlur

Ímyndaðu þér hvað gerist þegar klístrað kornflex mætir bananarjóma og saltri karamellusósu. Það verður hreinlega allt vitlaust. Helena Gunnarsdóttir matarbloggari á Eldhúsperlum á heiðurinn af þessari uppskrift. 

Í botninn:

  • 75 gr smjör
  • 150 gr suðusúkkulaði
  • 50 gr rjómasúkkulaði
  • 5 msk sýróp
  • 1/4 tsk gróft sjávarsalt
  •  4 1/2 bolli Kornflex eða Rice Krispies
  • Ofan á:
  • 2-3 bananar
  • 4 dl rjómi
  • 1 msk kakó
  • ca. 1 dl góð karamellusósa (t.d þessi hérna eða keypt úr búð)
  • 1/2 tsk gróft sjávarsalt

Setjið allt sem á að fara í botninn í pott nema Rice krispies/Kornflex. Bræðið saman við vægan hita. Takið af hitanum, bætið korninu saman við og hrærið vel saman með sleif eða sleikju þannig að súkkulaðiblandan þeki allt kornið vel. Hellið blöndunni í fat eða kökuform, þrýstið vel í botninn og kælið í ísskáp í 30 mínútur eða lengur. (Botninn geymist vel í nokkra daga undir plastfilmu í ísskáp og hann má einnig frysta). Sneiðið bananana niður og dreifið yfir botninn. Þeytið rjómann og dreifið svo úr honum yfir tertuna. Dustið kakóinu yfir í gegnum sigti og hellið karamellusósunni svo yfir. Myljið sjávarsaltið milli fingranna og dreifið yfir. Tertuna má bera fram strax eða geyma í ísskáp og bera fram síðar. Mér finnst gott að leyfa tertunni að standa í stofuhita í 20 mínútur áður en hún er skorin, þá mýkist botninn aðeins svo auðveldara verður að skera hann.  IMG_5431

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert