Tagliatelle með risarækjum og humri

Tagliatelle með risarækjum og humri.
Tagliatelle með risarækjum og humri. Ljósmynd/María Björg

„Hér kemur sumarlegur pasta réttur, ofur einfaldur, fljótlegur og gómsætur. En gætið þess að skipuleggja ykkur vel, og lenda ekki í því að ofelda, hvorki pastaið né skelfiskinn,“ segir María Björg Sigurðardóttir, hönnuður og matarbloggari á Krydda eftir smekk.

  • Tagliatelle eða Linguine, 400 g
  • humar, 200 g
  • risarækja,200 g
  • smjörklípa
  • 2 skallottulaukar
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 peli rjómi
  • stórt glas af hvítvíni
  • nokkrir þræðir af Saffron
  • safi úr einni sítrónu
  • fersk steinselja
  • salt og svartur pipar eftir smekk

Sjóðið pastaið þar til al dente.

Setjið nokkra saffron-þræði í hvítvínsglas og leyfið þeim að sameinast hvítvíninu aðeins. Mýkið skalottu- og hvítlaukinn í smjöri á lágum hita í svona 5 til 10 mínútur. Bætið rækjum og/eða humri út í og og svissið aðeins, hellið nú saffronhvítvíni yfir og leyfið áfenginu að gufa upp. Svo er það rjóminn, salt og pipar.

Gætið þess að ofelda ekki skelfiskinn, það tekur hann örfáar mínútur að eldast.

Að lokum þegar borið er fram, stráið steinselju (jafnvel smásöxuðum rauðum chilli), sítrónusafa og auka svörtum pipar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert