Dásamleg döðlukaka

Döðlukökurnar gerast ekki mikið girnilegri.
Döðlukökurnar gerast ekki mikið girnilegri. Ljósmynd/Ásdís Ragna

„Þeir sem þekkja mig vita hversu mikill sælkeri ég er en ég er mikið fyrir kökur og súkkulaði og finnst yndislegt að geta bakað og notað hollara hráefni sem fer betur með líkamann og blóðsykurinn. Það er nefnilega orðið svo auðvelt nú til dags að skipta út einhverju óhollu í uppskrift og setja í staðinn t.d. hollara mjöl eins og gróft heilhveiti, gróft spelt eða möndluhveiti.

Svo er ekkert mál að skipta út hvítum sykri yfir í xylitol, erythriol, pálmasykur, sukrin eða sugarless sugar en með alla þessa náttúrulegu sætu er hægt að skipta á sléttu, bolli á móti bolla, í uppskrift og oft kemst maður upp með að nota minna magn af þessum sætuefnum. Hægt er að nota kókósolíu í staðinn fyrir smjör fyrir þá sem kjósa frekar og þið getið tvistað hana til eftir ykkar þörfum og haft hana glútenlausa eða notað mismunandi sætuefni og hráefni eftir því hvað hentar. Þessa döðluköku baka ég oft á mínu heimili og hún slær alltaf í gegn og með betri kökum sem ég hef smakkað. Ég nota hana ýmist sem eftirrétt í matarboðum eða þegar gesti ber að í góðu kaffiboði. Þessa verðið þið að prófa, hún er algjört lostæti,“ segir Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir á bloggi sínu inni á Smartlandi Mörtu Maríu. 

Döðlukakan sjálf

235 g döðlur gróft saxaðar

120 g mjúkt smjör (eða 1 dl kókósolía)

3-5 msk kókóspálmasykur eða sugarless sugar (Now)

1¼ bolli heilhveiti, spelt eða möndluhveiti

1 lúka saxaðar pekan- eða valhnetur (má sleppa)

11/3 msk vínsteinslyftiduft

½ tsk sjávarsalt

1 tsk vanilluduft

2 egg

<span>vatn</span>

<span><span>Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta rétt yfir. Látið suðuna koma upp og slökkvið þá á hitanum. Leyfið döðlumaukinu að standa í ca 3 mín í pottinum og bætið þá matarsódanum við og hrærið. Þeytið egg og sykur saman þar til ljóst og létt, bætið smjöri/olíu, döðlumauki og rest af uppskrift saman við. Bakið við 180°C í 30-40 mín.</span></span>

<strong><span>Karamellusósa:</span></strong>

120 g smjör (eða 1 dl kókósolía)

<span>100 g kókóspálmasykur</span>

<span>½ tsk vanilluduft eða 10 vanillustevíudropar</span>

<span>¼ bolli rjómi (eða kókósmjólk)</span>

Allt sett í pott og soðið við vægan hita þar til sósan er hæfilega þykk, hrærið reglulega. Hafa í skál til hliðar til að skvetta ofan á köku eða hellið sósunni yfir kökuna. Borið fram með þeyttum rjóma ef vill.

Girnileg döðlukaka með karamellusósu.
Girnileg döðlukaka með karamellusósu. Ljósmynd/Ásdís Ragna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert