Gratíneraður kjúklingaréttur með beikoni, döðlum og hvítlauk

Gratíneraðu kjúklingur.
Gratíneraðu kjúklingur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt eldaði girnilegan kjúklingarétt á dögunum sem hún gratíneraði.

1 heill kjúklingur, eldaður
150 g spínat
100 g beikon, smátt skorið
70 g döðlur, smátt skornar
4 stór hvítlauksrif, pressuð
1 msk. oregano, þurrkað
3 dl vatn
2 dl matreiðslurjómi
3 msk. rjómaostur
1 kjúklingateningur
1/2 grænmetisteningur
Rifinn ostur

  1. Brúnið beikonið á pönnu.
  2. Bætið hvítlauknum út á pönnuna og steikið með beikoninu í örskamma stund, setjið þá döðlurnar út í ásamt vatninu, oregano og teningunum. Látið malla saman svolitla stund.
  3. Setjið spínatið í botninn á eldföstu móti og stráið kjúklingnum þar yfir.
  4. Bætið matreiðslurjómanum og rjómaosti út á pönnuna og sjóðið niður sósuna í ca. 5 mín. Þegar sósan er tilbúin, hellið þá þessari gúrmei blöndu yfir kjúklinginn og passið að döðlurnar og beikonið dreifist jafn yfir kjúklinginn.
  5. Setjið því næst rifna ostinn yfir allt saman og bakið í ofni þar til osturinn er orðinn gylltur og fallegur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert