Ommeletta íþróttaálfsins

Dýri Kristjánsson gerir þessa líka flottu ommelettu.
Dýri Kristjánsson gerir þessa líka flottu ommelettu. Ljósmynd/Dýri

Dýri Kristjánsson íþróttaálfur og fimleikastjarna hugsar vel um heilsuna og er ákaflega flinkur að búa til ommelettur eins og sést á þessari uppskrift. Alfreð Ómar Alfreðsson meistarakokkur kenndi Dýra að gera þessa ommelettu sem er dálítið frönsk.

„Mér fannst ég tilneyddur til að birta huggulega mynd af minni ommelettu umkringdri huggulegri stemningu eftir að Gói gerði það um daginn,“ segir Dýri og er þá að vísa í ommelettuna hans Góa sem féll aldeilis í kramið hjá lesendum Smartlands Mörtu Maríu.

3 stk egg

1 msk Virgin ólífuolía, ekki extra virgin

10 gr smjör

Ný mulinn svartur pipar og gott salt t,d, Maldon

„Ef ætlunin er að fylla ommelettuna er best að útbúa eða undirbúa slíkt fyrirfram þ.e. Að hafa allt tilbúið áður en byrjað er að elda eggin, t.d. að vera búinn að steikja sveppi ef ætlunin er að nota sveppi. Möguleikarnir eru nærri óendanlegir og því smekkur hvers og eins sem ræður för. Vinsælt er að nota einhverskonar ferskar kryddjurtir út í eggin, t.d. graslaukur, estragon,s teinselja. Það sem er vinsælt hráefni í fyllingu er t.d. margskonar ostar, steiktir sveppir, beikon, laukur og kartöflur. Ég mæli ekki með að nota mjög vökva ríkt grænmeti sem fyllingu eins og til dæmis tómata.

Góð áhöld eru nauðsynleg þegar á að takast vel til. Góð viðloðunarfrí panna (tefflon eða sambærilegt) góður spaði og einnig er gott að nota kína prjóna til að hræra í pönnunni,“ segir Dýri.

Aðferð:

Setjið pönnuna á miðlungs hita á eldavélinni, brjótið eggin í skál og sláið eggin mjög vel í sundur í c.a. 30 sek. með gaffli, kryddið til með salt og pipar, hellið ólífuolíunni á pönnuna og hækkið hitann í 7 af 10 og bætið smjörinu á, dreifið úr og hellið eggja hrærunni á pönnuna, togið að ykkur pönnuna með snöggum hreyfingum um leið og þið hrærið í blöndunni með kínaprjónunum í c.a. 10-15 sek. Lækkið hitann í 3 af 10 og látið malla þar til að eggin hafa nánast eldast, hallið pönnunni þannig að brúnin á eggjakökunni fari fram af pönnunni, ef ætlunin er að fylla eggjakökuna er það gert á þessum tímapunkti, setjið fyllinguna í holuna sem myndast við að halla pönnunni og brjótið kökuna saman. Það er í góðu lagi að eggin séu örlítið óhleypt þar sem að eldunin mun klárast þegar eggjakakan er brotin saman, hellið ommelettunni á disk og látið standa í c.a. 1 mín. Heildar eldunartími er c.a. 5-7 mínútur en það er algerlega hægt að stjórna honum með hitanum sem notaður er, en áferðin verður auðvitað allt önnur eftir þeim hita sem notaður er, persónulega finnst mér best þegar notaður er vægari hiti í örlítið lengri tíma eins og þessi uppskrift hljóðar, en með því verður áferðin silki mjúk og mega nice.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert