Kínverskt nautakjöt í „spicy“ appelsínusósu

Girnilegt nautakjöt.
Girnilegt nautakjöt. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Það er langt síðan við höfum boðið upp á góða uppskrift að nautakjöti en hér kemur ein ómótstæðileg. Hún er eins og allar uppskriftir sem við elskum svo mikið, einföld, fljótleg og ó-svo bragðgóð. Mælum með þessari snilld,“ segir Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt. 


700 g nautakjöt
2 tsk fínrifinn appelsínubörkur
120 ml appelsínusafi
50 g púðursykur
2 msk hrísgrjónaedik, t.d. Rice vinegar frá Blue dragon
2 msk sojasósa, t.d. Soy sauce frá Blue dragon
2 tsk chili og hvítlaukssósa, Sweet chili and garlic stir fry sauce frá Blue dragon
2 tsk rifið engifer
2 tsk sterkja (t.d. hveiti)
4 tsk olía til steikingar
2-3 vorlaukar, smátt skornir

  1. Skerið kjötið í þunnar sneiðar, þerrið með eldhúspappír. Setjið til hliðar og geymið.
  2. Gerið sósuna með því að hræra saman appelsínubörk, appelsínusafa, sykur, hrísgrjónaedik, sojasósu, chili-hvítlaukssósu, engifer og sterkju í skál. Takið til hliðar og geymið.
  3. Hitið 2 tsk olíu á pönnu við meðalhita. Setjið helminginn af kjötinu á pönnuna og brúnið í um eina mínútu á hvorri hlið. Takið af pönnunni og látið í skál. Setjið nú afganginn af olíunni á pönnu og steikið afganginn af kjötinu. Takið af pönnunni og setjið í skál og geymið.
  4. Setjið appelsínublönduna á pönnuna við meðalhita. Hrærið í blöndunni þar til hún hefur þykknað eða í 2-3 mínútur. Bætið þá steikinni saman við og hrærið í blöndunni. Bætið vorlauk saman við og berið fram með hrísgrjónum. Þeir sem vilja láta þetta rífa aðeins í geta bætt niðurskornu chili saman við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka