c

Pistlar:

6. mars 2015 kl. 23:20

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

HREINT MATARÆÐI skilar árangri

hrein_kapa.jpgÞegar bókin HREINT MATARÆÐI eftir hjartalækninn Alejandro Junger kom út, bauð ég upp á stuðningsnámskeið fyrir þá sem vildu strax hefja ferlið. Um var að ræða hóp fólks sem hafði fylgst með mér þegar ég fór í gegnum mínar hreinsunarvikur í október á síðasti ári. Stuðningur minn fólst í fundum með hópnum, sértækum upplýsingalistum, vikumatseðlum og svo veitti ég daglega ýmis ráð og leiðbeiningar.

Nú er þessum þriggja vikna stuðningi að ljúka og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Allir hafa lést eitthvað, mismunandi mikið þó. Flestir sofa betur, bólgur í líkamanum hafa minnkað, höfuðverkjaköstum fækkað, húðin er hreinni og betri, roði hefur horfið úr andlitinu, ýmsir verkir úr líkamanum og svo má lengi telja. Ég er mjög stolt af þessu fólki (bæði karlar og konur) sem tóku ákvörðun um að bæta eigin heilsu með breyttu mataræði. Skemmtilegast var þó að heyra að enginn var svangur á meðan á þessu ferli stóð, en ýmsir óttast það.

Þegar ég spurði í lokin hver árangurinn væri hjá þátttakendum, sagði einn þeirra: “Hætt að hrjóta, hætt að ropa vondri lykt, þarf ekki lengur sápu því ég ilma dásamlega, er grennri og léttari bæði líkamlega og andlega, með aukna orka, aukið sjálfstraust, áræðnari.... get endalaust talið upp.”

Til að auðvelda fleirum ferlið verð ég með annað stuðningsnámskeið sem hefst á laugardaginn eftir viku.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira